Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu í Gvatemala Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 08:43 Mótmælandi hendir mynd af fyrrverandi þingforseta Gvatemala á eld sem logar í hluta þinghúss landsins í gær. AP/Oliver De Ros Hundruð mótmælenda brutust inn í þinghús Gvatemala og lögðu eld að því. Reiði mótmælenda beinist að Alejando Giammattei forseta og þingmönnum sem samþykktu umdeild fjárlög sem skáru framlög til mennta- og heilbrigðismála við nögl. AP-fréttastofan segir að um 10.000 manns hafi komið saman til að mótmæla spillingu og fjárlögunum fyrir utan Þjóðarhöllina, eitt þekktasta kennileita Gvatemala-borgar í gær. Mótmælendurnir saka stjórn landsins um að lauma fjárlögunum í gegn á meðan þjóðin glímdi við tvo fellibylji og kórónuveirufaraldurinn. „Mér finnst að það sé verið að stela framtíðinni frá okkur. Við sjáum engar breytingar, þetta getur ekki haldið svona áfram,“ sagði Mauricio Ramírez, tvítugur háskólanemi, sem tók þátt í mótmælunum. Fjárlögin ollu meðal annars hneykslan margra þar sem þingmenn samþykktu að skera niður framlög til fórnarlamba kórónuveirufaraldursins og mannréttindastofnana á sama tíma og þeir skömmtuðu sér matarpeninga. Hluti um þúsund mótmælenda fyrir utan þinghúsið í borginni brutust inn og kveiktu í hluta byggingarinnar. Lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna og eru tugir manna sagðir hafa særst. AP segir umfang skemmdanna á þinghúsinu ekki ljóst ennþá. Eldurinn virðist aðallega hafa brunnið í skrifstofurými en ekki þingsalnum sjálfum. Giammattei fordæmdi mótmælendurna á Twitter í gærkvöldi. „Hverjum þeim sem er sannað að hafi tekið þátt í glæpum verður refsað með fullum krafti laganna,“ sagði forsetinn. Gvatemala Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Hundruð mótmælenda brutust inn í þinghús Gvatemala og lögðu eld að því. Reiði mótmælenda beinist að Alejando Giammattei forseta og þingmönnum sem samþykktu umdeild fjárlög sem skáru framlög til mennta- og heilbrigðismála við nögl. AP-fréttastofan segir að um 10.000 manns hafi komið saman til að mótmæla spillingu og fjárlögunum fyrir utan Þjóðarhöllina, eitt þekktasta kennileita Gvatemala-borgar í gær. Mótmælendurnir saka stjórn landsins um að lauma fjárlögunum í gegn á meðan þjóðin glímdi við tvo fellibylji og kórónuveirufaraldurinn. „Mér finnst að það sé verið að stela framtíðinni frá okkur. Við sjáum engar breytingar, þetta getur ekki haldið svona áfram,“ sagði Mauricio Ramírez, tvítugur háskólanemi, sem tók þátt í mótmælunum. Fjárlögin ollu meðal annars hneykslan margra þar sem þingmenn samþykktu að skera niður framlög til fórnarlamba kórónuveirufaraldursins og mannréttindastofnana á sama tíma og þeir skömmtuðu sér matarpeninga. Hluti um þúsund mótmælenda fyrir utan þinghúsið í borginni brutust inn og kveiktu í hluta byggingarinnar. Lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna og eru tugir manna sagðir hafa særst. AP segir umfang skemmdanna á þinghúsinu ekki ljóst ennþá. Eldurinn virðist aðallega hafa brunnið í skrifstofurými en ekki þingsalnum sjálfum. Giammattei fordæmdi mótmælendurna á Twitter í gærkvöldi. „Hverjum þeim sem er sannað að hafi tekið þátt í glæpum verður refsað með fullum krafti laganna,“ sagði forsetinn.
Gvatemala Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira