Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 23:31 Átökin í Tigray-héraði hafa leitt hundruð óbreyttra til dauða og þúsundir hafa flúið yfir til Súdan. Getty/Andrea Ronchini Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir því að hjálparstofnanir fái að setja upp hjálparmiðstöðvar í héraðinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð óbreyttra hafi verið drepin í átökunum. Í dag, föstudag, bárust fregnir þess efnis að eþíópíski herinn hafi náð yfirráðum í borginni Aksum og bænum Adwa. Ríkisstjórn landsins hefur haldið því fram að andstæðingar hersins í báðum bæjum hafi lagt niður vopn og gefist upp. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest af andstæðingum stjórnarinnar en erfitt er að ná sambandi í héraðinu þar sem síma- og internettenging hefur legið niður í héraðinu frá því að átök hófstu. Aksum er ein stærsta borg Tigray-héraðs og bærinn Adwa er talinn hernaðarlega mikilvægur. Fyrr í þessari viku náðu hersveitir ríkisstjórnarinnar yfirráðum í tveimur öðrum bæjum í Tigray – Shire og Raya – og Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, hafur sagt að herinn nálgist nú Mekelle, höfuðborg Tigray-héraðs. Eþíópísk stjórnvöld hafa hingað til neitað því að hefja friðarviðræður þar sem þau líti á átökin sem innanríkismál sem leysa eigi með löggæslu. Ýmsar hjálpar- og mannúðarstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins í héraðinu. Þær hafa ekki fengið að fara inn í héraðið til að veita íbúum aðstoð og hafa margar þeirra lýst yfir áhyggjum um að þúsundir gætu hafa verið drepnir frá því átökin hófust í byrjun nóvembermánaðar. Minnst 33 þúsund flóttamenn úr héraðinu hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdan og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hafið undirbúning fyrir því að taka á móti allt að 200 þúsund manns á næstu sex mánuðum linni átökunum ekki. Eþíópía Súdan Hernaður Tengdar fréttir Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45 Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir því að hjálparstofnanir fái að setja upp hjálparmiðstöðvar í héraðinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð óbreyttra hafi verið drepin í átökunum. Í dag, föstudag, bárust fregnir þess efnis að eþíópíski herinn hafi náð yfirráðum í borginni Aksum og bænum Adwa. Ríkisstjórn landsins hefur haldið því fram að andstæðingar hersins í báðum bæjum hafi lagt niður vopn og gefist upp. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest af andstæðingum stjórnarinnar en erfitt er að ná sambandi í héraðinu þar sem síma- og internettenging hefur legið niður í héraðinu frá því að átök hófstu. Aksum er ein stærsta borg Tigray-héraðs og bærinn Adwa er talinn hernaðarlega mikilvægur. Fyrr í þessari viku náðu hersveitir ríkisstjórnarinnar yfirráðum í tveimur öðrum bæjum í Tigray – Shire og Raya – og Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, hafur sagt að herinn nálgist nú Mekelle, höfuðborg Tigray-héraðs. Eþíópísk stjórnvöld hafa hingað til neitað því að hefja friðarviðræður þar sem þau líti á átökin sem innanríkismál sem leysa eigi með löggæslu. Ýmsar hjálpar- og mannúðarstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins í héraðinu. Þær hafa ekki fengið að fara inn í héraðið til að veita íbúum aðstoð og hafa margar þeirra lýst yfir áhyggjum um að þúsundir gætu hafa verið drepnir frá því átökin hófust í byrjun nóvembermánaðar. Minnst 33 þúsund flóttamenn úr héraðinu hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdan og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hafið undirbúning fyrir því að taka á móti allt að 200 þúsund manns á næstu sex mánuðum linni átökunum ekki.
Eþíópía Súdan Hernaður Tengdar fréttir Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45 Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47
Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41
Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45
Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41