Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 10:17 Ivanka Trump var einn stjórnenda Trump-fyrirtækisins sem greiddi öðru fyrirtæki hennar fyrir ráðgjafarstörf. Trump-fyrirtækið lækkaði skattbyrði sína með því að afskrifa ráðgjafargreiðslurnar sem rekstrarkostnað. Vísir/Getty Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. Umdæmissaksóknari á Manhattan stýrir sakamálarannsókn og dómsmálaráðherra New York-ríkis einkamálarannsókn á meintum fjársvikum Trump og fyrirtækis hans, að sögn New York Times. Þær fara fram óháðar hvor annarri en bæði embætti hafa stefnt Trump-fyrirtækinu um gögn sem tengjast greiðslum til ráðgjafarfyrirtækja á undanförnum vikum. Upplýsingar úr skattskýrslum Trump sem New York Times birti nýlega leiddu í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt í fleiri ár þar sem hann hefur getað afskrifað taprekstur fyrirtækisins. Þannig gat Trump til dæmis lækkað skattbyrði sína með því að afskrifa greiðslur upp á um 26 milljónir dollara, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, til ónefndra ráðgjafa sem rekstrarkostnað við fjölda verkefna fyrirtækisins á milli áranna 2010 og 2018. Ivanka Trump virðist hafa þegið meira en 747.000 dollara, jafnvirði tæpra 102 milljóna íslenskra króna, frá Trump-fyrirtækinu í gegnum ráðgjafarfyrirtæki í hennar nafni. Trump-fyrirtækið afskrifaði jafnháa upphæð vegna ráðgjafarkostnaðar við hótelframkvæmdir á Havaí og Vancouver í Kanada. Hún var á meðal stjórnenda Trump-fyrirtækisins á sama tíma og hún þáði ráðgjafargreiðslurnar. New York Times segir að bandarísk skattayfirvöld krefjist þess vanalega að ráðgjafargreiðslur byggist á markaðslegum forsendum og að þær séu nauðsynlegar fyrir rekstur fyrirtækis. Grunsemdir eru sagðar um að ráðgjafargreiðslurnar hafi verið leið til nýta launagreiðslur til barna Trump til draga úr skattbyrði eða forðast að þurfa að greiða skatt af tilfærslu eigna til barnanna. New York Times hefur áður sagt frá því að Trump-fjölskyldan hafi komið sér undan því að greiða erfðafjárskatt þegar auðæfi foreldra forsetans voru færð til barna þeirra á sínum tíma með vafasömum hætti. Sló úr og í um eignir sínar eftir hentugleika Alan Garten, lögmaður Trump-fyrirtækisins, fullyrðir að rannsóknirnar séu lítið annað en „veiðiferð“ sem sé ætlað að áreita fyrirtækið. Það hafi farið að lögum í einu og öllu. Trump hefur fram að þessu náð að tefja rannsókn saksóknarans í New York með því að reyna að koma í veg fyrir að hann fái skattskýrslur hans afhentar á þeim forsendum að hann sé forseti. Málið kemur brátt fyrir hæstarétt í annað skiptið. Trump lætur af embætti 20. janúar. Rannsókn dómsmálaráðherrans í New York beinist einnig að starfsemi Trump-fyrirtækisins. Hún hófst eftir að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, greindi frá því að forsetinn hefði sem fasteignamógúll í New York ýkt eignir sínar á lánaumsóknum en gert minna úr þeim en efni stóðu til til að draga úr skattbyrði sinni. Eric Trump, einn sona forsetans og stjórnenda fyrirtækisins, gaf skýrslu í rannsókn dómsmálaráðherrans í síðasta mánuði. Letitia James, dómsmálaráðherrann, getur vísað málinu til sakamálarannsóknar eða óskað eftir heimild frá ríkisstjóra eða fjármálastjóra New York til þess að gefa sjálf út ákærur. Ivanka Trump brást hart við fréttum af rannsóknunum á Twitter í dag og fullyrti að þær væru „áreitni“ demókrata í New York sem ætti sér pólitískar rætur. Staðhæfði hún jafnframt að greiðslurnar hefðu ekki falið í sér neitt skattalegt hagræði. This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. Umdæmissaksóknari á Manhattan stýrir sakamálarannsókn og dómsmálaráðherra New York-ríkis einkamálarannsókn á meintum fjársvikum Trump og fyrirtækis hans, að sögn New York Times. Þær fara fram óháðar hvor annarri en bæði embætti hafa stefnt Trump-fyrirtækinu um gögn sem tengjast greiðslum til ráðgjafarfyrirtækja á undanförnum vikum. Upplýsingar úr skattskýrslum Trump sem New York Times birti nýlega leiddu í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt í fleiri ár þar sem hann hefur getað afskrifað taprekstur fyrirtækisins. Þannig gat Trump til dæmis lækkað skattbyrði sína með því að afskrifa greiðslur upp á um 26 milljónir dollara, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, til ónefndra ráðgjafa sem rekstrarkostnað við fjölda verkefna fyrirtækisins á milli áranna 2010 og 2018. Ivanka Trump virðist hafa þegið meira en 747.000 dollara, jafnvirði tæpra 102 milljóna íslenskra króna, frá Trump-fyrirtækinu í gegnum ráðgjafarfyrirtæki í hennar nafni. Trump-fyrirtækið afskrifaði jafnháa upphæð vegna ráðgjafarkostnaðar við hótelframkvæmdir á Havaí og Vancouver í Kanada. Hún var á meðal stjórnenda Trump-fyrirtækisins á sama tíma og hún þáði ráðgjafargreiðslurnar. New York Times segir að bandarísk skattayfirvöld krefjist þess vanalega að ráðgjafargreiðslur byggist á markaðslegum forsendum og að þær séu nauðsynlegar fyrir rekstur fyrirtækis. Grunsemdir eru sagðar um að ráðgjafargreiðslurnar hafi verið leið til nýta launagreiðslur til barna Trump til draga úr skattbyrði eða forðast að þurfa að greiða skatt af tilfærslu eigna til barnanna. New York Times hefur áður sagt frá því að Trump-fjölskyldan hafi komið sér undan því að greiða erfðafjárskatt þegar auðæfi foreldra forsetans voru færð til barna þeirra á sínum tíma með vafasömum hætti. Sló úr og í um eignir sínar eftir hentugleika Alan Garten, lögmaður Trump-fyrirtækisins, fullyrðir að rannsóknirnar séu lítið annað en „veiðiferð“ sem sé ætlað að áreita fyrirtækið. Það hafi farið að lögum í einu og öllu. Trump hefur fram að þessu náð að tefja rannsókn saksóknarans í New York með því að reyna að koma í veg fyrir að hann fái skattskýrslur hans afhentar á þeim forsendum að hann sé forseti. Málið kemur brátt fyrir hæstarétt í annað skiptið. Trump lætur af embætti 20. janúar. Rannsókn dómsmálaráðherrans í New York beinist einnig að starfsemi Trump-fyrirtækisins. Hún hófst eftir að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, greindi frá því að forsetinn hefði sem fasteignamógúll í New York ýkt eignir sínar á lánaumsóknum en gert minna úr þeim en efni stóðu til til að draga úr skattbyrði sinni. Eric Trump, einn sona forsetans og stjórnenda fyrirtækisins, gaf skýrslu í rannsókn dómsmálaráðherrans í síðasta mánuði. Letitia James, dómsmálaráðherrann, getur vísað málinu til sakamálarannsóknar eða óskað eftir heimild frá ríkisstjóra eða fjármálastjóra New York til þess að gefa sjálf út ákærur. Ivanka Trump brást hart við fréttum af rannsóknunum á Twitter í dag og fullyrti að þær væru „áreitni“ demókrata í New York sem ætti sér pólitískar rætur. Staðhæfði hún jafnframt að greiðslurnar hefðu ekki falið í sér neitt skattalegt hagræði. This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira