Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 22:17 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Chip Somodevilla/Getty Donald Trump greiddi aðeins 750 dollara í alríkistekjuskatt árið 2016, þegar hann náði kjöri til embættis forseta. Þetta kemur fram í gögnum sem New York Times hefur undir höndum um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Gögnin, sem fjölmiðlar vestan hafs hafa kallað eftir í lengri tíma, ná yfir meira en tvo áratugi og eiga meðal annars að sýna fram á að forsetinn hafi ekki alltaf staðið skil á sínu. Miðað við gengi dagsins í dag eru 750 dollarar það um 104.000 íslenskar krónur. Árið eftir fullyrðir NYT síðan að forsetinn hafi greitt aðra 750 dollara í tekjuskatt til ríkisins. Þá er greint frá því að tíu af síðustu fimmtán árum hafi Trump ekki greitt neinn tekjuskatt, þar sem upplýsingar sem hann gaf upp til skattsins bentu til þess að hann tapaði meiru en hann þénaði. Hefur gengist í ábyrgð fyrir miklum skuldum NYT segir þá frá yfirvofandi fjárhagskröggum forsetans. Þær felast í skuldum upp á hundruð milljóna dollara sem hann hefur persónulega gengist í ábyrgð fyrir og að nú styttist í niðurstöðu í máli Skattstofu Bandaríkjanna (IRS), vegna skattaendurgreiðslu upp á 72,9 milljónir dollara sem Trump sóttist eftir, og fékk, vegna taps sem hann gaf upp við skattinn. Fari svo að niðurstaða í málinu verði á þann veg að Trump hafi ekki átt rétt á endurgreiðslunni gæti hann þurft að reiða fram meira en 100 milljónir dollara. Draga upp frábrugðna mynd af forsetanum Gögnin sem NYT hafa undir höndum lýsa ekki viðskiptamanninum klóka sem Trump gefur sig út fyrir að vera, og margir hafa tekið undir. Heldur lýsa þau viðskiptamanni sem á hverju ári fær inn til sín hundruð milljóna dollara en gefur upp mikið tap, að því er virðist til þess að forðast að þurfa að greiða skatta. NYT segir forsetann nú í auknu mæli þurfa að reiða sig á tekjur í gegn um fyrirtæki hvers hagsmunir samrýmast ekki starfi Trumps sem forseti. Gögnin sem NYT hafa undir ná mörg ár aftur í tímann, og taka til skattskýrslna forsetans persónulega en einnig fyrirtækja sem hafa verið í hans eigu. Þau taka meðal annars til ársins sem hann varð forseti og fyrsta árs hans í embætti, en ekki 2018 og 2019 og byggja á því sem forsetinn hefur gefið upp til skatts en eru ekki niðurstaða sjálfstæðrar skattrannsóknar. Segja gögnin byggja á rangfærslum NYT greinir þá frá því að í svari við bréfi frá blaðinu, þar sem gögnin og efni þeirra voru tíundið, hafi Alan Garten, lögmaður fyrir Trump-samsteypuna, sagt að „flest, ef ekki allt“ sem fram kæmi í umfjölluninni væri ónákvæmt. Óskaði hann jafnframt eftir afriti af gögnunum sem umfjöllunin byggði á. NYT varð ekki við þeirri beiðni til þess að vernda heimildamenn sína. „Á síðastliðnum áratug hefur Trump forseti greitt tugi milljóna dollara í skatta, persónulega, til ríkisins, og eru þar meðtaldar milljónir sem hann greiddi í skatt eftir að hann tilkynnti um framboð sitt árið 2015,“ sagði meðal annars í svarinu frá Garten. NYT bendir hins vegar á að með þessu eigi Garten við fleira en bara alríkistekjuskatt, meðal annars sjúkratryggingu og almannatryggingar, auk skatta fyrir starfsfólk sitt. Trump sjálfur var spurður út í umfjöllunina á fréttamannafundi í dag. Þar sagði hann að um falsfréttir væri að ræða, en hann hefur aldrei gefið upp skattskýrslur sínar sjálfur til þess að sýna fram á að ítrekaðar ásakanir um skattsvik væru ósannar. "It's fake news ... actually I paid tax ... it's under audit" -- Trump denies a New York Times report that he only paid $750 in federal income taxes in 2016 and '17, but doesn't present any evidence to the contrary pic.twitter.com/RkosMUQpES— Aaron Rupar (@atrupar) September 27, 2020 NYT hefur boðað ítarlega umfjöllun um gögnin og þýðingu þeirra á næstu dögum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Donald Trump greiddi aðeins 750 dollara í alríkistekjuskatt árið 2016, þegar hann náði kjöri til embættis forseta. Þetta kemur fram í gögnum sem New York Times hefur undir höndum um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Gögnin, sem fjölmiðlar vestan hafs hafa kallað eftir í lengri tíma, ná yfir meira en tvo áratugi og eiga meðal annars að sýna fram á að forsetinn hafi ekki alltaf staðið skil á sínu. Miðað við gengi dagsins í dag eru 750 dollarar það um 104.000 íslenskar krónur. Árið eftir fullyrðir NYT síðan að forsetinn hafi greitt aðra 750 dollara í tekjuskatt til ríkisins. Þá er greint frá því að tíu af síðustu fimmtán árum hafi Trump ekki greitt neinn tekjuskatt, þar sem upplýsingar sem hann gaf upp til skattsins bentu til þess að hann tapaði meiru en hann þénaði. Hefur gengist í ábyrgð fyrir miklum skuldum NYT segir þá frá yfirvofandi fjárhagskröggum forsetans. Þær felast í skuldum upp á hundruð milljóna dollara sem hann hefur persónulega gengist í ábyrgð fyrir og að nú styttist í niðurstöðu í máli Skattstofu Bandaríkjanna (IRS), vegna skattaendurgreiðslu upp á 72,9 milljónir dollara sem Trump sóttist eftir, og fékk, vegna taps sem hann gaf upp við skattinn. Fari svo að niðurstaða í málinu verði á þann veg að Trump hafi ekki átt rétt á endurgreiðslunni gæti hann þurft að reiða fram meira en 100 milljónir dollara. Draga upp frábrugðna mynd af forsetanum Gögnin sem NYT hafa undir höndum lýsa ekki viðskiptamanninum klóka sem Trump gefur sig út fyrir að vera, og margir hafa tekið undir. Heldur lýsa þau viðskiptamanni sem á hverju ári fær inn til sín hundruð milljóna dollara en gefur upp mikið tap, að því er virðist til þess að forðast að þurfa að greiða skatta. NYT segir forsetann nú í auknu mæli þurfa að reiða sig á tekjur í gegn um fyrirtæki hvers hagsmunir samrýmast ekki starfi Trumps sem forseti. Gögnin sem NYT hafa undir ná mörg ár aftur í tímann, og taka til skattskýrslna forsetans persónulega en einnig fyrirtækja sem hafa verið í hans eigu. Þau taka meðal annars til ársins sem hann varð forseti og fyrsta árs hans í embætti, en ekki 2018 og 2019 og byggja á því sem forsetinn hefur gefið upp til skatts en eru ekki niðurstaða sjálfstæðrar skattrannsóknar. Segja gögnin byggja á rangfærslum NYT greinir þá frá því að í svari við bréfi frá blaðinu, þar sem gögnin og efni þeirra voru tíundið, hafi Alan Garten, lögmaður fyrir Trump-samsteypuna, sagt að „flest, ef ekki allt“ sem fram kæmi í umfjölluninni væri ónákvæmt. Óskaði hann jafnframt eftir afriti af gögnunum sem umfjöllunin byggði á. NYT varð ekki við þeirri beiðni til þess að vernda heimildamenn sína. „Á síðastliðnum áratug hefur Trump forseti greitt tugi milljóna dollara í skatta, persónulega, til ríkisins, og eru þar meðtaldar milljónir sem hann greiddi í skatt eftir að hann tilkynnti um framboð sitt árið 2015,“ sagði meðal annars í svarinu frá Garten. NYT bendir hins vegar á að með þessu eigi Garten við fleira en bara alríkistekjuskatt, meðal annars sjúkratryggingu og almannatryggingar, auk skatta fyrir starfsfólk sitt. Trump sjálfur var spurður út í umfjöllunina á fréttamannafundi í dag. Þar sagði hann að um falsfréttir væri að ræða, en hann hefur aldrei gefið upp skattskýrslur sínar sjálfur til þess að sýna fram á að ítrekaðar ásakanir um skattsvik væru ósannar. "It's fake news ... actually I paid tax ... it's under audit" -- Trump denies a New York Times report that he only paid $750 in federal income taxes in 2016 and '17, but doesn't present any evidence to the contrary pic.twitter.com/RkosMUQpES— Aaron Rupar (@atrupar) September 27, 2020 NYT hefur boðað ítarlega umfjöllun um gögnin og þýðingu þeirra á næstu dögum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent