Enski boltinn

Scho­les segir að N­evil­le hafi reynt að lokka sig til E­ver­ton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Scholes í goðsagnaleik með Manchester United í fyrra.
Paul Scholes í goðsagnaleik með Manchester United í fyrra. Getty/Matthew Ashton

Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, segir að hann hafi íhugað að ganga í raðir Everton er hann snéri aftur í fótboltann árið 2012. Hann endaði þó að spila á ný með uppeldisfélaginu.

Miðjumaðurinn hætti að spila eftir tímabilið 2010/2011. Hann fékk kveðjuleik á Old Trafford eftir sautján ár í rauða búningnum en hann var þó bara hættur í eitt ár.

Í upphafi ársins 2012, er Scholes var að þjálfa U23-ára lið félagsins, þá vildi hann snúa aftur í fótboltann. Honum fannst hann enn geta spilað og endaði á því að reima á sig skóna á nýjan leik. Það var þó ekki alltaf í myndinni að það væri bara Man. United.

„Ég snéri til baka í september 2011 með U23-ára liðinu og ég var að æfa á hverjum degi. Mér fannst ég vera í virkilega góðu líkamlegu formi eftir fjögurra mánaða hlé sem ég þurfti. Ég vildi byrja spila aftur,“ sagði Scholes.

„Hvar það yrði var ekki svo mikilvægt. Ég bjóst ekki við því að United vildi mig aftur. Ég talaði við Phil Neville og hann sagði mér að koma til Everton. Ég vildi ekki spila fyrir neitt annað félag en ef þetta hefði verið eini möguleikinn hefði ég kannski gert það. Ég veit það ekki.“

Sir Alex Ferguson sannfærði svo Scholes um að koma aftur til Man. United. Hann lék sinn fyrsta leik gegn Man. City í FA-bikarnum í janúar og endaði á því að vinna sinn ellefta meistaratitil með félaginu. Skórnir fóru svo aftur upp í hillu í maímánuði 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×