„Mig langaði bara að gera góðverk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 09:23 Tónlistarkonan Dolly Parton gaf milljón dollara í baráttuna gegn Covid-19. Getty/John Lamparski Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans í Nashville en miðstöðin lék stórt hlutverk í rannsóknum og þróun bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið tilkynnti í vikunni að fyrstu niðurstöður rannsóknanna bendi til þess að bóluefnið veitti 95% vernd gegn veirunni. Parton greindi frá því í apríl að hún hefði gefið eina milljón dollara, eða sem samsvarar um 135 milljónum íslenskra króna, til rannsóknarmiðstöðvarinnar. Fact-checking this was worth it just to see @DollyParton in the acknowledgments of a @NEJM article. And I thought I couldn t love her more. https://t.co/S3njHEFcGT pic.twitter.com/WcrFIrHp67— Dr. Meade Krosby (@MeadeKrosby) November 17, 2020 Hluti af upphæðinni fór í fyrsta fasa rannsókna og tilrauna með bóluefni Moderna og annar hluti upphæðarinnar fór í rannsóknir á því hvernig blóðvökvi getur nýst til að meðhöndla fólk með Covid-19. Talsmaður Vanderbilt-háskólans sagði rausnarlega gjöf Parton hafa hjálpað mikið til á fyrstu stigum tilrauna með bóluefnið. Parton var í viðtali hjá Today á NBC-sjónvarpsstöðinni í gær. Þar sagðist hún vera hamingjusöm með að geta hjálpað öðrum. „Mig langaði bara að gera góðverk og svo virðist vera sem þetta hafi verið til góðs. Við skulum vona að við vinnum lækningu mjög fljótt,“ sagði Parton. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Góðverk Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans í Nashville en miðstöðin lék stórt hlutverk í rannsóknum og þróun bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið tilkynnti í vikunni að fyrstu niðurstöður rannsóknanna bendi til þess að bóluefnið veitti 95% vernd gegn veirunni. Parton greindi frá því í apríl að hún hefði gefið eina milljón dollara, eða sem samsvarar um 135 milljónum íslenskra króna, til rannsóknarmiðstöðvarinnar. Fact-checking this was worth it just to see @DollyParton in the acknowledgments of a @NEJM article. And I thought I couldn t love her more. https://t.co/S3njHEFcGT pic.twitter.com/WcrFIrHp67— Dr. Meade Krosby (@MeadeKrosby) November 17, 2020 Hluti af upphæðinni fór í fyrsta fasa rannsókna og tilrauna með bóluefni Moderna og annar hluti upphæðarinnar fór í rannsóknir á því hvernig blóðvökvi getur nýst til að meðhöndla fólk með Covid-19. Talsmaður Vanderbilt-háskólans sagði rausnarlega gjöf Parton hafa hjálpað mikið til á fyrstu stigum tilrauna með bóluefnið. Parton var í viðtali hjá Today á NBC-sjónvarpsstöðinni í gær. Þar sagðist hún vera hamingjusöm með að geta hjálpað öðrum. „Mig langaði bara að gera góðverk og svo virðist vera sem þetta hafi verið til góðs. Við skulum vona að við vinnum lækningu mjög fljótt,“ sagði Parton.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Góðverk Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira