Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2020 19:49 Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan. AP/Embætti ríkisstjóra Michigan Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Rétt rúmur mánuður er síðan hópur hægri sinnaða öfgamanna var handtekinn í ríkinu fyrir að ætla að ræna Whitmer og myrða hana. Ráðgjafinn, Scott Atlas, sagðist þó ekki vera að hvetja til ofbeldis. Hann birti fyrsta ákall sitt í gær. Það sneri að hertum sóttvarnaaðgerðum í Michigan þar sem smituðum hefur farið hratt fjölgandi að undanförnu. „Eina leiðin til að stoppa þetta er að fólk rísi upp gegn þessu. Þú færð það sem þú samþykkir,“ skrifaði Atlast og bætti við myllumerkjunum #FrelsiðSkiptirMáli og #StígðuUpp. The only way this stops is if people rise up. You get what you accept. #FreedomMatters #StepUp https://t.co/8QKBszgKTM— Scott W. Atlas (@ScottWAtlas) November 15, 2020 Seinna meir bætti Atlas svo við að hann hefði ekki verið að hvetja til ofbeldis. Það myndi hann aldrei gera. Þess í stað væri hann að vísa til atkvæðaréttar og friðsamra mótmæla. Atlas, sem er læknir og taugasérfræðingur, hefur enga reynslu af sóttvörnum og vann sér inn traust Trumps með því að kalla eftir því að sóttvarnaraðgerðir verði felldar niður og með því að tala niður hættuna af Covid-19. Hinar hertu sóttvarnaaðgerðir sem Atlas var að mótmæla snúa meðal annars að því að loka veitingahúsum og krám, spilavítum, líkamsræktarstöðvum, kvikmyndahúsum og annars konar innanhússtarfsemi næstu þrjár vikurnar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Whitmer það hafa verið sláandi að sjá ummæli Atlas. Hún sagðist meðvituð um að starfsmenn Hvíta hússins notuðu hana ítrekað í pólitískum tilgangi en hún myndi þó ekki láta þvinga sig til að hætta að fara eftir tilmælum sérfræðinga. Hún hlustaði á fólk sem hefði virkilega kynnt sér sóttvarnir og væri virt í þeim heimi. Ekki aðila sem færu eingöngu eftir skipunum forsetans. Sjá einnig: Trump segir Fauci og aðra sérfræðinga vera fífl Trump hefur iðulega gagnrýnt Whitmer harðlega vegna þeirra sóttvarna sem hún hefur gripið til í Michigan og kallað eftir því að ríkið verði „frelsað“. Whitmer hefur kennt ummælum Trump um að öfgamenn hafi gert hana að skotmarki. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Rétt rúmur mánuður er síðan hópur hægri sinnaða öfgamanna var handtekinn í ríkinu fyrir að ætla að ræna Whitmer og myrða hana. Ráðgjafinn, Scott Atlas, sagðist þó ekki vera að hvetja til ofbeldis. Hann birti fyrsta ákall sitt í gær. Það sneri að hertum sóttvarnaaðgerðum í Michigan þar sem smituðum hefur farið hratt fjölgandi að undanförnu. „Eina leiðin til að stoppa þetta er að fólk rísi upp gegn þessu. Þú færð það sem þú samþykkir,“ skrifaði Atlast og bætti við myllumerkjunum #FrelsiðSkiptirMáli og #StígðuUpp. The only way this stops is if people rise up. You get what you accept. #FreedomMatters #StepUp https://t.co/8QKBszgKTM— Scott W. Atlas (@ScottWAtlas) November 15, 2020 Seinna meir bætti Atlas svo við að hann hefði ekki verið að hvetja til ofbeldis. Það myndi hann aldrei gera. Þess í stað væri hann að vísa til atkvæðaréttar og friðsamra mótmæla. Atlas, sem er læknir og taugasérfræðingur, hefur enga reynslu af sóttvörnum og vann sér inn traust Trumps með því að kalla eftir því að sóttvarnaraðgerðir verði felldar niður og með því að tala niður hættuna af Covid-19. Hinar hertu sóttvarnaaðgerðir sem Atlas var að mótmæla snúa meðal annars að því að loka veitingahúsum og krám, spilavítum, líkamsræktarstöðvum, kvikmyndahúsum og annars konar innanhússtarfsemi næstu þrjár vikurnar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Whitmer það hafa verið sláandi að sjá ummæli Atlas. Hún sagðist meðvituð um að starfsmenn Hvíta hússins notuðu hana ítrekað í pólitískum tilgangi en hún myndi þó ekki láta þvinga sig til að hætta að fara eftir tilmælum sérfræðinga. Hún hlustaði á fólk sem hefði virkilega kynnt sér sóttvarnir og væri virt í þeim heimi. Ekki aðila sem færu eingöngu eftir skipunum forsetans. Sjá einnig: Trump segir Fauci og aðra sérfræðinga vera fífl Trump hefur iðulega gagnrýnt Whitmer harðlega vegna þeirra sóttvarna sem hún hefur gripið til í Michigan og kallað eftir því að ríkið verði „frelsað“. Whitmer hefur kennt ummælum Trump um að öfgamenn hafi gert hana að skotmarki.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
„Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14