Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen gera eina breytingu á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag.
Eftir svekkjandi tap gegn Ítalíu á fimmtudaginn þá er ljóst að íslenska liðið getur ekki unnið riðilinn sinn í undankeppni EM. Sigur í Írlandi myndi mögulega tryggja liðinu 2. sæti riðilsins og þar með sæti í umspili um að komast á EM sem fram fer næsta sumar.
Ísak Bergmann Jóhannesson – leikmaður Norrköping í Svíþjóð – tekur sér sæti meðal varamanna í dag. Kolbeinn Birgir Finnsson - leikmaður Borussia Dortmund II í Þýskalandi – tekur sæti hans á vinstri vængnum í 4-3-3 leikkerfi Íslands.
Byrjunarlið U21 karla sem mætir Írlandi í dag!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2020
Our starting lineup for the game against Rep. of Ireland today!#fyririsland pic.twitter.com/6IRT19iukg
Leikurinn hefst klukkan 12.30 og fer fram á Tallaghi-vellinum í Dublin.