Willum Þór: Verður ógeðslegt í dag og í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2020 17:16 Willum Þór í baráttunni í dag. Vísir/Vilhelm Markaskorari Íslands var eðlilega, líkt og samherjar sínir, mjög svekktur eftir 2-1 tap íslenska U21 árs landsliðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í dag. Leikurinn er hluti af undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar. Willum Þór Willumsson jafnaði metin í síðari hálfleik eftir að Ítalir höfðu komist yfir í þeim fyrri. Sigurmarkið var þó Ítala og kom nánast upp úr engu undir lok leiks. Með því fer Ítalía á topp riðilsins en Ísland á þó enn fína möguleika á 2. sæti og þar með sæti í umspili um að komast á EM. Til þess þarf liðið að vinna Írland ytra en það er næsti leikur strákanna. „Gríðarlega svekkjandi. Við spiluðum þennan leik nánast upp á tíu, vorum skipulagðir og gerðum þetta vel svo þetta er bara ógeðslega svekkjandi. Fannst við ná fínum sóknarleik, héldum kannski ekki nægilega vel í boltann sem þýðir að við erum að hlaupa mikið og verjast mikið en annars fannst mér sóknarleikurinn fínn í dag,“ sagði Willum Þór við Vísi að leik loknum. „Mér finnst þessi leikur sýna hversu langt við erum komnir, við erum með gott lið. Þegar við erum á okkar degi er erfitt að eiga við okkur og þessi leikur sýndi það fannst mér,“ sagði Willum aðspurður hvernig það væri í rauninni að vera svekktur eftir naumt – og ósanngjarnt – 2-1 tap gegn Ítalíu. „Þetta er bara ógeðslegt, verður ógeðslegt í dag og kvöld. Á morgun förum við að undirbúa Íra leikinn og þá verðum við búnir að gleyma þessu,“ sagði Willum um hvernig leikmenn bregðast við svona svekkjandi tapi, sérstaklega þegar það er stutt í næsta leik. „Það verður erfiðara að eiga við þá úti heldur en hérna heima. Við komum samt fullir sjálfstrausts inn í þann leik og ætlum okkur að vinna,“ sagði miðjumaðurinn hávaxni um leikinn gegn Írlandi sem fram fer á sunnudaginn, þann 15. nóvember. Willum spilar með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi og því töluvert flakk á honum fyrir þessa landsleiki. Hann kvartar þó ekki. „Lífið er gott eins og er, fyrir utan þetta tap. Það er alltaf gaman að koma og spila fyrir landsliðið, leikurinn í dag var ógeðslega skemmtilegur þrátt fyrir þetta svekkjandi tap,“ sagði markaskorari Íslands að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:30 Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag. 12. nóvember 2020 16:00 Jón Dagur: Ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. 12. nóvember 2020 16:26 Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni Strákarnir í U-21 árs landsliðinu töpuðu á afar svekkjandi hátt fyrir Ítalíu í undankeppni EM. 12. nóvember 2020 16:38 Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Írland - Armenía | Pressa á Heimi Lettland - England | Enskir geta tryggt sig inn á HM Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Sjá meira
Markaskorari Íslands var eðlilega, líkt og samherjar sínir, mjög svekktur eftir 2-1 tap íslenska U21 árs landsliðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í dag. Leikurinn er hluti af undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar. Willum Þór Willumsson jafnaði metin í síðari hálfleik eftir að Ítalir höfðu komist yfir í þeim fyrri. Sigurmarkið var þó Ítala og kom nánast upp úr engu undir lok leiks. Með því fer Ítalía á topp riðilsins en Ísland á þó enn fína möguleika á 2. sæti og þar með sæti í umspili um að komast á EM. Til þess þarf liðið að vinna Írland ytra en það er næsti leikur strákanna. „Gríðarlega svekkjandi. Við spiluðum þennan leik nánast upp á tíu, vorum skipulagðir og gerðum þetta vel svo þetta er bara ógeðslega svekkjandi. Fannst við ná fínum sóknarleik, héldum kannski ekki nægilega vel í boltann sem þýðir að við erum að hlaupa mikið og verjast mikið en annars fannst mér sóknarleikurinn fínn í dag,“ sagði Willum Þór við Vísi að leik loknum. „Mér finnst þessi leikur sýna hversu langt við erum komnir, við erum með gott lið. Þegar við erum á okkar degi er erfitt að eiga við okkur og þessi leikur sýndi það fannst mér,“ sagði Willum aðspurður hvernig það væri í rauninni að vera svekktur eftir naumt – og ósanngjarnt – 2-1 tap gegn Ítalíu. „Þetta er bara ógeðslegt, verður ógeðslegt í dag og kvöld. Á morgun förum við að undirbúa Íra leikinn og þá verðum við búnir að gleyma þessu,“ sagði Willum um hvernig leikmenn bregðast við svona svekkjandi tapi, sérstaklega þegar það er stutt í næsta leik. „Það verður erfiðara að eiga við þá úti heldur en hérna heima. Við komum samt fullir sjálfstrausts inn í þann leik og ætlum okkur að vinna,“ sagði miðjumaðurinn hávaxni um leikinn gegn Írlandi sem fram fer á sunnudaginn, þann 15. nóvember. Willum spilar með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi og því töluvert flakk á honum fyrir þessa landsleiki. Hann kvartar þó ekki. „Lífið er gott eins og er, fyrir utan þetta tap. Það er alltaf gaman að koma og spila fyrir landsliðið, leikurinn í dag var ógeðslega skemmtilegur þrátt fyrir þetta svekkjandi tap,“ sagði markaskorari Íslands að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:30 Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag. 12. nóvember 2020 16:00 Jón Dagur: Ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. 12. nóvember 2020 16:26 Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni Strákarnir í U-21 árs landsliðinu töpuðu á afar svekkjandi hátt fyrir Ítalíu í undankeppni EM. 12. nóvember 2020 16:38 Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Írland - Armenía | Pressa á Heimi Lettland - England | Enskir geta tryggt sig inn á HM Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:30
Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag. 12. nóvember 2020 16:00
Jón Dagur: Ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. 12. nóvember 2020 16:26
Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni Strákarnir í U-21 árs landsliðinu töpuðu á afar svekkjandi hátt fyrir Ítalíu í undankeppni EM. 12. nóvember 2020 16:38