Fótbolti

Ísak Bergmann kallaður inn í A-landsliðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíþjóð á þessari leiktíð. Hann hefur nú verið kallaður inn í A-landslið Íslands.
Ísak Bergmann hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíþjóð á þessari leiktíð. Hann hefur nú verið kallaður inn í A-landslið Íslands. SVT

Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur verið kallaður inn í íslenska A-landsliðið. Þetta staðfesti Norrköping, félag hans í Svíþjóð, nú rétt í þessu með færslu á samfélagsmiðlum sínum.

Knattspyrnusamband Íslands hefur enn ekkert gefið út og gæti verið að Ísak Bergmann komi til liðs við íslenska liðið er það kemur til Englands en hann er sem stendur staddur á Írlandi með U21 árs landsliði Íslands. 

Ísak Bergmann var í byrjunarliði U21 árs landsliðsins í svekkjandi 2-1 tapi gegn Ítalíu á fimmtudaginn. Var það hans þriðji leikur fyri U21 árs liðið. Hann hefur aldrei verið hluti af hóp A-landsliðsins til þessa.

Ísland mætir Danmörku í Þjóðadeildinni annað kvöld og svo Englandi á miðvikudaginn. Verða það síðustu leikir Erik Hamrén sem þjálfara liðsins en hann staðfesti á blaðamananfundi í dag að hann myndi segja starfi sínu lausu að þeim leikjum loknum.

KSÍ birti myndi af æfingu liðsins í dag og Ísak Bergmann er hvergi sjáanlegur á þeim myndum.

Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×