Felldu alræmdan vígamann í Malí Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2020 11:19 Franskur hermaður horfir út úr þyrlu sinni á flugi yfir Malí. AP/Christophe Petit Tesson Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. Bah ag Moussa, sem áður var ofursti í her Malí og gekk einnig undir nafinu Bamoussa Diarra, var hægri hönd Iyad Ag Ghali, leiðtoga einna stærstu hryðjuverkasamta Sahelsvæðisins. Hópurinn hefur ítrekað gert banvænar árásir á hermenn og almenna borgara í Malí og Búrkína Fasó. Bah ag Moussa er talinn bera beina ábyrgð á mörgum slíkum árásum og var talinn stýra þjálfun nýrra vígamanna. Samkvæmt frétt France24 var hann felldur í aðgerð á þriðjudaginn en Frakkar eru sagðir hafa fellt fjölda vígamanna í fjölmörgum aðgerðum á svæðinu á undanförnum vikum. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum. Í þessari tilteknu aðgerð voru drónar notaðir til að bera kennsl á bíl Moussa og voru sérsveitarmenn og þyrlur sendar til móts við hann. Fimm manns voru í bílnum og eru þeir sagðir hafa hunsað skipanir um að stöðva og munu þeir hafa skotið á þyrlurnar. Við það voru þeir allir felldir. Frakkar hafa verið með viðveru í Malí og víðar í Sahel frá 2013. Þá hjálpuðu Frakkar við að koma vígamönnum frá völdum. Frakkar eru nú með um 5.100 menn á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 frá síðasta mánuði þar sem fjallað var um viðveru franskra hermanna í Malí. Malí Frakkland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. Bah ag Moussa, sem áður var ofursti í her Malí og gekk einnig undir nafinu Bamoussa Diarra, var hægri hönd Iyad Ag Ghali, leiðtoga einna stærstu hryðjuverkasamta Sahelsvæðisins. Hópurinn hefur ítrekað gert banvænar árásir á hermenn og almenna borgara í Malí og Búrkína Fasó. Bah ag Moussa er talinn bera beina ábyrgð á mörgum slíkum árásum og var talinn stýra þjálfun nýrra vígamanna. Samkvæmt frétt France24 var hann felldur í aðgerð á þriðjudaginn en Frakkar eru sagðir hafa fellt fjölda vígamanna í fjölmörgum aðgerðum á svæðinu á undanförnum vikum. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum. Í þessari tilteknu aðgerð voru drónar notaðir til að bera kennsl á bíl Moussa og voru sérsveitarmenn og þyrlur sendar til móts við hann. Fimm manns voru í bílnum og eru þeir sagðir hafa hunsað skipanir um að stöðva og munu þeir hafa skotið á þyrlurnar. Við það voru þeir allir felldir. Frakkar hafa verið með viðveru í Malí og víðar í Sahel frá 2013. Þá hjálpuðu Frakkar við að koma vígamönnum frá völdum. Frakkar eru nú með um 5.100 menn á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 frá síðasta mánuði þar sem fjallað var um viðveru franskra hermanna í Malí.
Malí Frakkland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira