Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 23:53 Trump forseti hefur þagað þunnu hljóði um mikinn vöxt í kórónuveirufaraldrinum undanfarna daga. Þess í stað tístir hann af miklum móð um að kosningasigur hafi verið hafður af honum og bölsótast út í Fox-sjónvarpsstöðina. AP/Andrew Harnik Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. Fleiri en 152.000 manns greindust smitaðir í Bandaríkjunum í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þetta var sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met er slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi, að sögn Washington Post. Einnig var slegið met yfir fjölda innlagna á sjúkrahús vegna veirunnar, rúmlega 66.600 manns. Þrátt fyrir að faraldurinn, sem hefur valdið dauða fleiri en 240.000 Bandaríkjamanna til þessa, sé í örum vexti hefur Trump forseti nær algerlega kúplað sig út úr baráttunni við veiruna. Ráðgjafar hans segja AP-fréttastofunni að hann hafi lítinn áhuga sýnt á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Þess í stað er Trump gramur yfir kosningaúrslitunum og að lyfjarisinn Pfizer hafi ekki tilkynnt um framfarir í þróun bóluefnis fyrr en eftir kjördag. Forsetinn hefur ekkert tjáð sig um vöxt faraldursins undanfarna daga en heldur beint orku sinni í að saka Pfizer um að hafa haldið tíðindunum leyndum sem lið í samsæri gegn sér. Heilbrigðisstarfsmaður í bráðabirgðaskimunarmiðstöð í Brooklyn í New York. Ríkisstjórinn þar hefur skipað fyrir um hertar sóttvarnaaðgerðir frá og með morgundeginum vegna uppgangs faraldursins.AP/John Minchillo Ekki nóg að nýr forseti bjargi málunum Ríkisstjórn Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna eða að vinna með Joe Biden, verðandi forseta, þvert á venjur við stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden. „Þetta er stórt vandamál. Stjórnarskiptin eiga sér ekki stað fyrr en í janúar og við erum í algeru neyðarástandi núna. Við vitum nú þegar hvert þetta stefnir. Það er ekki nógu gott að segja að við ætlum að bíða þar til nýr forseti tekur við með að bregðast við,“ segir Abraar Karan, lýðheilsusérfræðingur við Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston og læknadeild Harvard-háskóla. Biden, verðandi forseti, á fundi með ráðgjafaráði sínu um faraldurinn á mánudag. Hann hefur heitið því að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar á fyrsta degi sem forseti í janúar.AP/Carolyn Kaster Enn sýkjast ráðgjafar forsetans Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Corey Lewandowski, ráðgjafi framboðs Trump og fyrrverandi kosningastjóri, greindist smitaður í dag og Richard Walters, starfsmannastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins, sömuleiðis. New York Times segir að Lewandowski og að minnsta kosti fjórir aðrir sem hafa greinst smitaðir, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi verið viðstaddir kosningavöku forsetans í Hvíta húsinu. Hundruð manna komu þar saman í fleiri klukkustundir, margir þeirra grímulausir. Í heildina hafa nú að minnsta kosti tuttugu manns í ríkisstjórn Trump, framboði hans og nánasta hring greinst smitaðir af veirunni auk hans sjálfs. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Sjá meira
Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. Fleiri en 152.000 manns greindust smitaðir í Bandaríkjunum í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þetta var sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met er slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi, að sögn Washington Post. Einnig var slegið met yfir fjölda innlagna á sjúkrahús vegna veirunnar, rúmlega 66.600 manns. Þrátt fyrir að faraldurinn, sem hefur valdið dauða fleiri en 240.000 Bandaríkjamanna til þessa, sé í örum vexti hefur Trump forseti nær algerlega kúplað sig út úr baráttunni við veiruna. Ráðgjafar hans segja AP-fréttastofunni að hann hafi lítinn áhuga sýnt á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Þess í stað er Trump gramur yfir kosningaúrslitunum og að lyfjarisinn Pfizer hafi ekki tilkynnt um framfarir í þróun bóluefnis fyrr en eftir kjördag. Forsetinn hefur ekkert tjáð sig um vöxt faraldursins undanfarna daga en heldur beint orku sinni í að saka Pfizer um að hafa haldið tíðindunum leyndum sem lið í samsæri gegn sér. Heilbrigðisstarfsmaður í bráðabirgðaskimunarmiðstöð í Brooklyn í New York. Ríkisstjórinn þar hefur skipað fyrir um hertar sóttvarnaaðgerðir frá og með morgundeginum vegna uppgangs faraldursins.AP/John Minchillo Ekki nóg að nýr forseti bjargi málunum Ríkisstjórn Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna eða að vinna með Joe Biden, verðandi forseta, þvert á venjur við stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden. „Þetta er stórt vandamál. Stjórnarskiptin eiga sér ekki stað fyrr en í janúar og við erum í algeru neyðarástandi núna. Við vitum nú þegar hvert þetta stefnir. Það er ekki nógu gott að segja að við ætlum að bíða þar til nýr forseti tekur við með að bregðast við,“ segir Abraar Karan, lýðheilsusérfræðingur við Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston og læknadeild Harvard-háskóla. Biden, verðandi forseti, á fundi með ráðgjafaráði sínu um faraldurinn á mánudag. Hann hefur heitið því að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar á fyrsta degi sem forseti í janúar.AP/Carolyn Kaster Enn sýkjast ráðgjafar forsetans Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Corey Lewandowski, ráðgjafi framboðs Trump og fyrrverandi kosningastjóri, greindist smitaður í dag og Richard Walters, starfsmannastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins, sömuleiðis. New York Times segir að Lewandowski og að minnsta kosti fjórir aðrir sem hafa greinst smitaðir, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi verið viðstaddir kosningavöku forsetans í Hvíta húsinu. Hundruð manna komu þar saman í fleiri klukkustundir, margir þeirra grímulausir. Í heildina hafa nú að minnsta kosti tuttugu manns í ríkisstjórn Trump, framboði hans og nánasta hring greinst smitaðir af veirunni auk hans sjálfs.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Sjá meira