„Svo misboðið að ég næ varla utan um það“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 18:25 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/ArnarHalldórs Hart hefur verið tekist á um þingsályktunartillögu um þungunarrof á Alþingi í dag. Þingmanni Viðreisnar misbauð vegna ummæla í þingsal. Í tillögunni er lagt til að konur, sem eru með Evrópska sjúkratryggingakortið, og mega ekki undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hvatti þingmenn til að taka afstöðu með kvenréttindum og gegn valdahyggju. „Og gegn yfirgangi karla yfir líkama kvenna; sem þær eiga sjálfar. Og ráða yfir sjálfar,“ sagði Rósa Björk á Alþingi í dag Tillagan gengin til velferðarnefndar Tillagan er nú gengin til velferðarnefndar og sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að hún þyrfti að fá skjóta afgreiðslu. „Það er mjög mikilvægt að fyrir liggi skýr vilji þingheims í því hvort hingað eigi að flytja tugþúsundir útlendinga og hlaða á heilbrigðiskerfið. Það er mjög mikilvægt fyrir fólkið í landinu.“ Hann sagði þetta aukna álag bætast við það sem fyrir sé á spítalanum. „Þar sem 1.000 fóstureyðingar eru fyrir á ári. Fimm á dag, alla daga ársins. Sem mér og mörgum öðrum finnst of mikið,“ sagði Ásmundur. Vísað var til þess í umræðum í dag að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi er framkvæmt utan sjúkrahúss, eða með lyfjainntöku í heimahúsi. Farið var um víðan völl í löngum umræðum. „Það er fullyrt að allar konur, eins og mér skildist það eiginlega, fái létti við að fara í fóstureyðingu. Ég hef enga trú á því. Ekki nokkra trú á því. Það getur ekki verið léttir, en það eru kannski einhverjir sem trúa því,“ sagði Guðmundur Ingi Karlsson, þingmaður Flokks fólksins. Skeytingarleysi gagnvart réttindum kvenna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einungis karlmenn hafa stigið fram og talað með „skeytingarleysi gagnvart virðingu og réttindum kvenna.“ „Mér er svo misboðið að ég næ varla utan um það,“ sagði Þorbjörg. „Við erum stödd í þingsal Alþingis árið 2020. Hlustandi á þessa umræðu finnst mér ástæða til að minna á það. Við eigum þetta samtal um réttindi kvenna í þingsal Alþingis og í landi sem stætir sig af árangri í jafnréttismálum,“ sagði Þorbjörg. Umræður dagsins væru sorglegar. „Sé einhver í vafa um hvort hér séum við að horfa upp á bakslag í jafnréttisbaráttunni, þegar þingmaður á eftir þingmanni kemur upp með þessar röksemdarfærslur sem ég heyri og við munum heyra meira af á eftir, þá hefur þeirri óvissu verið eytt hér á Alþingi í dag.“ Alþingi Þungunarrof Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Hart hefur verið tekist á um þingsályktunartillögu um þungunarrof á Alþingi í dag. Þingmanni Viðreisnar misbauð vegna ummæla í þingsal. Í tillögunni er lagt til að konur, sem eru með Evrópska sjúkratryggingakortið, og mega ekki undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hvatti þingmenn til að taka afstöðu með kvenréttindum og gegn valdahyggju. „Og gegn yfirgangi karla yfir líkama kvenna; sem þær eiga sjálfar. Og ráða yfir sjálfar,“ sagði Rósa Björk á Alþingi í dag Tillagan gengin til velferðarnefndar Tillagan er nú gengin til velferðarnefndar og sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að hún þyrfti að fá skjóta afgreiðslu. „Það er mjög mikilvægt að fyrir liggi skýr vilji þingheims í því hvort hingað eigi að flytja tugþúsundir útlendinga og hlaða á heilbrigðiskerfið. Það er mjög mikilvægt fyrir fólkið í landinu.“ Hann sagði þetta aukna álag bætast við það sem fyrir sé á spítalanum. „Þar sem 1.000 fóstureyðingar eru fyrir á ári. Fimm á dag, alla daga ársins. Sem mér og mörgum öðrum finnst of mikið,“ sagði Ásmundur. Vísað var til þess í umræðum í dag að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi er framkvæmt utan sjúkrahúss, eða með lyfjainntöku í heimahúsi. Farið var um víðan völl í löngum umræðum. „Það er fullyrt að allar konur, eins og mér skildist það eiginlega, fái létti við að fara í fóstureyðingu. Ég hef enga trú á því. Ekki nokkra trú á því. Það getur ekki verið léttir, en það eru kannski einhverjir sem trúa því,“ sagði Guðmundur Ingi Karlsson, þingmaður Flokks fólksins. Skeytingarleysi gagnvart réttindum kvenna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einungis karlmenn hafa stigið fram og talað með „skeytingarleysi gagnvart virðingu og réttindum kvenna.“ „Mér er svo misboðið að ég næ varla utan um það,“ sagði Þorbjörg. „Við erum stödd í þingsal Alþingis árið 2020. Hlustandi á þessa umræðu finnst mér ástæða til að minna á það. Við eigum þetta samtal um réttindi kvenna í þingsal Alþingis og í landi sem stætir sig af árangri í jafnréttismálum,“ sagði Þorbjörg. Umræður dagsins væru sorglegar. „Sé einhver í vafa um hvort hér séum við að horfa upp á bakslag í jafnréttisbaráttunni, þegar þingmaður á eftir þingmanni kemur upp með þessar röksemdarfærslur sem ég heyri og við munum heyra meira af á eftir, þá hefur þeirri óvissu verið eytt hér á Alþingi í dag.“
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira