Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 18:31 Verði þingsályktunartillagan samþykkt geta konur sem eru handhafar Evrópska sjúkratryggingakortsins og mega lögum samkvæmt ekki gangast undir þungunarrof í heimalandinu fengið heilbrigðisþjónustuna hér á landi. Lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Þetta er efni þingsályktunartillögu sem Rósa Björk Brynjólfsdótti stendur að baki en hana styðja jafnframt átján þingmenn úr Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Tillagan er til komin vegna þeirrar stöðu sem ríkir í Póllandi og niðurstöðu stjórnlagadómstóls Póllands sem er áfall fyrir kvenréttindi í Evrópu,“ segir Rósa Björk. Dómstólinn komst nýverið að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins. Dómurinn hefur þau áhrif að þungunarrof er nær alfarið bannað, eða einungis heimilt þegar um er að ræða nauðgun, sifjaspell, eða ef kona er talin í lífshættu. Dómnum hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu sem þessi þingsályktunartillaga myndi ná yfir. Það eru Pólland og Malta, þar sem réttindi kvenna til að gangast undir þungunarrof eru mun síðri en í öðrum löndum. Þannig það yrði ekki mikill kostnaður við þessa leið,“ segir Rósa. Í tillögunni er skilyrðið sem konur þurfa að uppfylla orðað þannig að „viðkomandi megi ekki gangast undir þungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrði í lögum um þungunarrof.“ Rósa Björk telur einboðið að Íslendingar sýni Pólverjum stuðning vegna mikils sambands ríkjanna. Þrátt fyrir álag á heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins sé þetta einmitt tíminn til að standa vörð um mannréttindi. „Mörg stjórnvöld hafa einmitt verið að nýta covid til að læða að skerðingum á mannréttindum fólks, því miður.“ Hún vonar að tillagan hljóti brautargengi á þinginu og að heilbrigðisráðherra tryggi að konur geti leitað til Íslands. „Við getum sýnt í verki að við stöndum með kvenréttindum og að við séum að spyrna gegn þessari ömurlegu þróun,“ segir Rósa Björk. Alþingi Pólland Þungunarrof Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Þetta er efni þingsályktunartillögu sem Rósa Björk Brynjólfsdótti stendur að baki en hana styðja jafnframt átján þingmenn úr Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Tillagan er til komin vegna þeirrar stöðu sem ríkir í Póllandi og niðurstöðu stjórnlagadómstóls Póllands sem er áfall fyrir kvenréttindi í Evrópu,“ segir Rósa Björk. Dómstólinn komst nýverið að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins. Dómurinn hefur þau áhrif að þungunarrof er nær alfarið bannað, eða einungis heimilt þegar um er að ræða nauðgun, sifjaspell, eða ef kona er talin í lífshættu. Dómnum hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu sem þessi þingsályktunartillaga myndi ná yfir. Það eru Pólland og Malta, þar sem réttindi kvenna til að gangast undir þungunarrof eru mun síðri en í öðrum löndum. Þannig það yrði ekki mikill kostnaður við þessa leið,“ segir Rósa. Í tillögunni er skilyrðið sem konur þurfa að uppfylla orðað þannig að „viðkomandi megi ekki gangast undir þungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrði í lögum um þungunarrof.“ Rósa Björk telur einboðið að Íslendingar sýni Pólverjum stuðning vegna mikils sambands ríkjanna. Þrátt fyrir álag á heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins sé þetta einmitt tíminn til að standa vörð um mannréttindi. „Mörg stjórnvöld hafa einmitt verið að nýta covid til að læða að skerðingum á mannréttindum fólks, því miður.“ Hún vonar að tillagan hljóti brautargengi á þinginu og að heilbrigðisráðherra tryggi að konur geti leitað til Íslands. „Við getum sýnt í verki að við stöndum með kvenréttindum og að við séum að spyrna gegn þessari ömurlegu þróun,“ segir Rósa Björk.
Alþingi Pólland Þungunarrof Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira