Fótbolti

Segir að áhorfendaleysið hjálpi Íslendingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vel merkt ungversk fótboltabulla á leik Ungverjalands og Íslands í Marseille á EM 2016. Hann verður að gera sér að góðu að fylgjast með leiknum í kvöld í sjónvarpinu.
Vel merkt ungversk fótboltabulla á leik Ungverjalands og Íslands í Marseille á EM 2016. Hann verður að gera sér að góðu að fylgjast með leiknum í kvöld í sjónvarpinu. GETTY/LARS BARON

Hjörvar Hafliðason telur að það vinni með Íslendingum að engir áhorfendur verði á leiknum gegn Ungverjum í umspili um sæti á EM í kvöld.

Leikurinn fer fram á hinum glæsilega Puskás velli í Búdapest sem var opnaður fyrir ári. Gert var ráð fyrir 20 þúsund ungverskum áhorfendum og seldust allir miðar sem í boði voru upp. En síðan var ákveðið að leika fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirufaraldursins.

„Við fengum þessar flottu fréttir að það verða engir áhorfendur. Ég held að það skiptir okkur máli. Það var búið að selja 20 þúsund miða og allt klárt,“ sagði Hjörvar í Sportinu í kvöld.

„Ég held að þetta hafi verið stærri fréttir en gert var úr, að það verði ekki áhorfendur. Það munar helling um það.“

Puskás völlurinn glæsilegi í Búdapest. Fyrsti leikurinn á honum fór fram 15. nóvember á síðasta ári þegar Úrúgvæ vann Ungverjaland, 1-2, í vináttulandsleik.getty/Matthew Ashton

Ungverskir áhorfendur höfðu hátt og létu ófriðlega þegar Ungverjaland og Ísland mættust í Marseille á EM 2016. Boltabullurnar hentu m.a. logandi blysum í átt að íslensku leikmönnunum og sprengdu litlar sprengjur sem þeim hafði tekist að smygla inn á völlinn.

Ef Ísland vinnur í kvöld leikur það tvo leiki á Puskás Arena í F-riðli Evrópumótsins á næsta ári. Þrír leikir í riðlinum fara fram á Puskás Arena og þrír á Allianz Arena í München.

Klippa: Sportið í kvöld - Áhorfendaleysi Íslandi í hag

Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Hamrén segir meiri pressu á Ungverjum

Erik Hamrén landsliðsþjálfari Íslands segir að meiri pressa sé á Ungverjum en Íslendingum að vinna úrslitaleik liðanna um sæti á EM. Leikurinn er kl. 19.45 annað kvöld.

Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar

Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár.

Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×