Nóg að Ungverjar hafi þrettán menn en fresta má fram í júní Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 11:03 Marco Rossi stýrir Ungverjum ekki annað kvöld. Getty/Srdjan Stevanovic Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands er áfram á dagskrá annað kvöld þrátt fyrir að aðalþjálfari og einn aðstoðarþjálfara Ungverja hafi greinst með kórónuveirusmit. Mikið þarf enn að ganga á til að leikurinn fari ekki fram á morgun. Samkvæmt reglum UEFA fara leikirnir í EM-umspilinu fram svo lengi sem að hvort lið getur teflt fram 13 leikmönnum, þar af einum markmanni. Ef að sóttvarnalög koma í veg fyrir að Ungverjar geti teflt fram að minnsta kosti 13 mönnum á morgun mun Íslandi þó ekki vera úrskurðaður sigur. UEFA áskilur sér rétt til þess að fresta leiknum, jafnvel fram í júní á næsta ári ef til þess kæmi en þá væru aðeins nokkrir dagar í að EM hæfist. Annar aðstoðarþjálfari stýrir liðinu Ungverska knattspyrnusambandið greindi frá því í dag að þjálfarinn Marco Rossi væri með veiruna. Hans nánasti aðstoðarmaður, Giovanni Costantino, greindist með veiruna í síðustu viku. Aðrir í þjálfarateymi Ungverja og allir í leikmannahópnum greindust með neikvæð sýni í síðustu skimun. Rossi og Costantino eru því í einangrun og verða ekki á hliðarlínunni annað kvöld, en ekki er vitað til þess að fleiri úr ungverska hópnum hafi verið settir í sóttkví. Ungverski miðillinn Nemzeti Sport telur að aðstoðarþjálfarinn Cosimo Inguscio stýri Ungverjum á morgun. Hann hefur stýrt liðinu í tveimur leikjum sem báðir unnust. Það var í 2-0 sigri gegn Eistlandi í nóvember 2018 og í 1-0 sigri á Wales í júní í fyrra. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01 Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands er áfram á dagskrá annað kvöld þrátt fyrir að aðalþjálfari og einn aðstoðarþjálfara Ungverja hafi greinst með kórónuveirusmit. Mikið þarf enn að ganga á til að leikurinn fari ekki fram á morgun. Samkvæmt reglum UEFA fara leikirnir í EM-umspilinu fram svo lengi sem að hvort lið getur teflt fram 13 leikmönnum, þar af einum markmanni. Ef að sóttvarnalög koma í veg fyrir að Ungverjar geti teflt fram að minnsta kosti 13 mönnum á morgun mun Íslandi þó ekki vera úrskurðaður sigur. UEFA áskilur sér rétt til þess að fresta leiknum, jafnvel fram í júní á næsta ári ef til þess kæmi en þá væru aðeins nokkrir dagar í að EM hæfist. Annar aðstoðarþjálfari stýrir liðinu Ungverska knattspyrnusambandið greindi frá því í dag að þjálfarinn Marco Rossi væri með veiruna. Hans nánasti aðstoðarmaður, Giovanni Costantino, greindist með veiruna í síðustu viku. Aðrir í þjálfarateymi Ungverja og allir í leikmannahópnum greindust með neikvæð sýni í síðustu skimun. Rossi og Costantino eru því í einangrun og verða ekki á hliðarlínunni annað kvöld, en ekki er vitað til þess að fleiri úr ungverska hópnum hafi verið settir í sóttkví. Ungverski miðillinn Nemzeti Sport telur að aðstoðarþjálfarinn Cosimo Inguscio stýri Ungverjum á morgun. Hann hefur stýrt liðinu í tveimur leikjum sem báðir unnust. Það var í 2-0 sigri gegn Eistlandi í nóvember 2018 og í 1-0 sigri á Wales í júní í fyrra. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01 Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01
Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19