Fótbolti

Hamrén finnur til með ungverska þjálfaranum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erik Hamrén á blaðamannafundinum í dag.
Erik Hamrén á blaðamannafundinum í dag. Skjámynd/Vísir

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í fjarveru ungverska landsliðsþjálfarans á blaðamannafundi í dag.

Ítalinn Marco Rossi, sem er þjálfari ungverska landsliðsins, má ekki taka þátt í leiknum á morgun.

Marco Rossi er með kórónuveiruna og því kominn í einangrun eins og aðstoðarþjálfarinn hans.

„Ég finn auðvitað til með honum. Staðan er slæm í heiminum og það er leiðinlegt fyrir hann að missa af þessum leik. Það er líka alltaf gott að geta tekið í höndina á hinum þjálfaranum fyrir og eftir leik,“ sagði Erik Hamrén.

„Við ætlum að einbeita okkur að okkar hlutum,“ sagði Hamrén. Hann var heldur ekki tilbúinn að segja ungversku blaðamönnunum frá því hvað hann telur vera veikleika ungverska liðsins.

„Við teljum okkur vita um þá en ég ætla ekki að segja frá því hér. Við verðum bara að sjá hvort við höfum rétt fyrir okkur á morgun,“ sagði Hamrén.

Hamrén segir að áhorfendaleysið skipti ekki sköpum. Allir leikmenn eru vanir þessum aðstæðum.

Hann segir að Ungverjaland sé með gott lið sem hafi staðið sig vel í Þjóðadeildinni. Býst við erfiðum leik á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×