Þjálfari ungverska karlalandsliðsins í knattspyrnu getur ekki stýrt landsliði sínu á móti Íslandi í Búdapest annað kvöld eftir að hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi.
Ítalinn Marco Rossi þjálfar ungverska landsliði og hann hefur verið að fara í smitpróf alla þessa viku eins og aðrir í ungverska hópnum.
Nýjasta kórónuveiruprófið hans greindist jákvætt og hann er því kominn í einangrun og má ekki stýra ungverska landsliðinu á morgun. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um EM sæti.
A korábbi folyamatos negatív teszteredmények után Marco Rossi legutóbbi vizsgálata pozitív eredményt mutatott. Elkülönítése a játékosoktól, stábtagoktól azonnal megtörtént. További információk a válogatott esti sajtótájékoztatóján. #csakegyutt pic.twitter.com/j6pEnIgjpK
— MLSZ (@MLSZhivatalos) November 11, 2020
Samfélagsmiðlar ungverska knattspyrnusambandsins greina frá því að Rossi hafi verið sendur í einangrun um leið og hann greindist með veiruna. Hér fyrir ofan má sjá færslu sambandsins á Twitter.
Blaðamannafundur Ungverja átti að vera klukkan ellefu í dag en eftir þessar fréttir var fundinum frestað til sjö í kvöld. Ekki er enn vitað hvort smit Marco Rossi hafi einhverjar afleiðingar fyrir fleiri innan ungversku búbblunnar eða hvort að smitið hafi áhrif á leik Íslands og Ungverjalands annað kvöld.
Giovanni Costantino, nánasti aðstoðarmaður Marco Rossi úr þjálfarateymi Ungverja, hefur einnig fengið kórónuveiruna og hefur af þeim sökum misst af undirbúningi liðsins fyrir leikinn.