Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna undir gífurlegu álagi Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 09:10 Heilbrigðisstarfsmenn í Kaliforníu flytja lík manneskju sem dó vegna Covid-19. AP/Jae C. Hong Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. Ástandið þykir mjög alvarlegt víða. Í Texas hafa rúmlega milljón manns greinst smitaðir og Kalifornía nálgast þann fjölda einnig. 1.408 dóu í gær. Í ríkjum eins og Tennessee, Alabama og Minnesota hefur fjöldi látinna aldrei verioð hærri. AP fréttaveitan segir að smituðum fari fjölgandi í 49 ríkjum Bandaríkjanna og dauðsföllum fjölgi í 39. Í heildina hafa tæplega 10,5 milljónir manna smitast og 242 þúsund dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Álag á sjúkrahúsum hefur víða verið að aukast til muna og hafa sóttvarnaraðgerðir verið hertar í borgum eins og New York, Philadelphia, San Diego og víðar. Í New York hefur samkomutakmörkunum verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Í Ohio hefur einnig verið gripið til samkomutakmarkana og hefur ríkisstjórinn MIke DeWine einnig sett á grímuskyldu og heitið því að tryggja að henni verði framfylgt. Heilbrigðiskerfi Ohio er að hruni komið og DeWine segir að ekki megi gefast upp fyrir sjúkdómnum. Svipaða sögu er að segja frá Iowa þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð að undanförnu. Í frétt Washington Post segir talsmaður sambands sjúkrahúsa í Missouri að heilbrigðisstarfsfólk þurfi mögulega að fara að neita fólki læknaþjónustu. Enn séu til næg rúm til að leggja fólk inn en ekki sé starfsfólk til að annast þau. Alls voru rúmlega 64 þúsund lagðir inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum í gær og þar af voru nærri því þrjú þúsund settir í öndunarvél. Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Illinois sendi nýverið opið bréf til ríkisstjórans J.B. Pritzker og Lori Lightfoot, borgarstjóra Chicago, þar sem hópurinn varaði við því að öll gjörgæslurúm ríkisins muni fyllast á næstu vikum. Svipaðar sögur berast víða. Læknar í Oklahoma segir að þar sé heilbrigðiskerfið að springja vegna álags. Læknasamtök Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að fólk beri andlitsgrímur, stundi félagsforðun og þvoi hendur sínar reglulega. Einhverjir læknar sem ræddu við Washington Post segjast sérstaklega óttast það að veiran nái aftur til dvalarheimila Bandaríkjanna, eins og gerðist í vor. Það gæti valdið fjölmörgum dauðsföllum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11. nóvember 2020 21:27 Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. 11. nóvember 2020 09:05 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira
Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. Ástandið þykir mjög alvarlegt víða. Í Texas hafa rúmlega milljón manns greinst smitaðir og Kalifornía nálgast þann fjölda einnig. 1.408 dóu í gær. Í ríkjum eins og Tennessee, Alabama og Minnesota hefur fjöldi látinna aldrei verioð hærri. AP fréttaveitan segir að smituðum fari fjölgandi í 49 ríkjum Bandaríkjanna og dauðsföllum fjölgi í 39. Í heildina hafa tæplega 10,5 milljónir manna smitast og 242 þúsund dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Álag á sjúkrahúsum hefur víða verið að aukast til muna og hafa sóttvarnaraðgerðir verið hertar í borgum eins og New York, Philadelphia, San Diego og víðar. Í New York hefur samkomutakmörkunum verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Í Ohio hefur einnig verið gripið til samkomutakmarkana og hefur ríkisstjórinn MIke DeWine einnig sett á grímuskyldu og heitið því að tryggja að henni verði framfylgt. Heilbrigðiskerfi Ohio er að hruni komið og DeWine segir að ekki megi gefast upp fyrir sjúkdómnum. Svipaða sögu er að segja frá Iowa þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð að undanförnu. Í frétt Washington Post segir talsmaður sambands sjúkrahúsa í Missouri að heilbrigðisstarfsfólk þurfi mögulega að fara að neita fólki læknaþjónustu. Enn séu til næg rúm til að leggja fólk inn en ekki sé starfsfólk til að annast þau. Alls voru rúmlega 64 þúsund lagðir inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum í gær og þar af voru nærri því þrjú þúsund settir í öndunarvél. Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Illinois sendi nýverið opið bréf til ríkisstjórans J.B. Pritzker og Lori Lightfoot, borgarstjóra Chicago, þar sem hópurinn varaði við því að öll gjörgæslurúm ríkisins muni fyllast á næstu vikum. Svipaðar sögur berast víða. Læknar í Oklahoma segir að þar sé heilbrigðiskerfið að springja vegna álags. Læknasamtök Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að fólk beri andlitsgrímur, stundi félagsforðun og þvoi hendur sínar reglulega. Einhverjir læknar sem ræddu við Washington Post segjast sérstaklega óttast það að veiran nái aftur til dvalarheimila Bandaríkjanna, eins og gerðist í vor. Það gæti valdið fjölmörgum dauðsföllum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11. nóvember 2020 21:27 Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. 11. nóvember 2020 09:05 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira
Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11. nóvember 2020 21:27
Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. 11. nóvember 2020 09:05