Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 21:27 Bretland er á meðal þeirra ríkja sem hafa orðið einna verst út í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Vísir/EPA Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. Samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda greindust 22.950 manns smitaðir af veirunni í dag og 595 létust. Þar með bættist Bretland í hóp fjögurra annarra ríkja, Bandaríkjanna, Brasilíu, Indlands og Mexíkó, þar sem fleiri en 50.000 manns hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tala látinna miðast við þá sem létust innan við 28 dögum eftir að þeir greindust smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Samkvæmt öðrum mælikvörðum, til dæmis þegar minnst er á Covid-19 á dánarvottorði eða þegar svonefnd umframdauðsföll eru metin, hefur mannskaðinn orðið enn meiri. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði að tölurnar sýndu að þjóðin væri ekki laus úr viðjum faraldursins í bili. Ríkisstjórn hans greip nýlega til einna hörðustu aðgerða sinna til þessa eftir að vöxtur hljóp í faraldurinn. Hann hefur varað við því að dauðsföll geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Níu af hverjum tíu þeirra látnu í Bretland eru fólk 65 ára eða eldra. Faraldurinn hefur einnig komið harðar niður á fátækari svæðum landsins og þjóðernisminnihlutahópum en öðrum. Dauðsföll af völdum annarra kvilla hefur einnig fjölgað vegna álags á heilbrigðiskerfið. Fjögurra vikna samkomutakmarkanir tóku gildi á Englandi á fimmtudag og gilda til 2. desember. Johnson segist vonast til þess að þær aðgerðir dugi til þess að hefta útbreiðslu veirunnar frekar þannig að Bretar geti átt eins hefðbundin jól og hægt er. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varar við því að tvöfalt fleiri geti dáið í vetur en í vor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að dauðsföll í landinu vegna Covid-19 geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en þau voru í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. 2. nóvember 2020 10:37 Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. Samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda greindust 22.950 manns smitaðir af veirunni í dag og 595 létust. Þar með bættist Bretland í hóp fjögurra annarra ríkja, Bandaríkjanna, Brasilíu, Indlands og Mexíkó, þar sem fleiri en 50.000 manns hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tala látinna miðast við þá sem létust innan við 28 dögum eftir að þeir greindust smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Samkvæmt öðrum mælikvörðum, til dæmis þegar minnst er á Covid-19 á dánarvottorði eða þegar svonefnd umframdauðsföll eru metin, hefur mannskaðinn orðið enn meiri. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði að tölurnar sýndu að þjóðin væri ekki laus úr viðjum faraldursins í bili. Ríkisstjórn hans greip nýlega til einna hörðustu aðgerða sinna til þessa eftir að vöxtur hljóp í faraldurinn. Hann hefur varað við því að dauðsföll geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Níu af hverjum tíu þeirra látnu í Bretland eru fólk 65 ára eða eldra. Faraldurinn hefur einnig komið harðar niður á fátækari svæðum landsins og þjóðernisminnihlutahópum en öðrum. Dauðsföll af völdum annarra kvilla hefur einnig fjölgað vegna álags á heilbrigðiskerfið. Fjögurra vikna samkomutakmarkanir tóku gildi á Englandi á fimmtudag og gilda til 2. desember. Johnson segist vonast til þess að þær aðgerðir dugi til þess að hefta útbreiðslu veirunnar frekar þannig að Bretar geti átt eins hefðbundin jól og hægt er.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varar við því að tvöfalt fleiri geti dáið í vetur en í vor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að dauðsföll í landinu vegna Covid-19 geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en þau voru í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. 2. nóvember 2020 10:37 Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Varar við því að tvöfalt fleiri geti dáið í vetur en í vor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að dauðsföll í landinu vegna Covid-19 geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en þau voru í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. 2. nóvember 2020 10:37
Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13