„Það sér á að í Arnarholti eru olnbogabörnin“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 20:50 Katrín Thoroddsen gerði fyrst athugasemdir við Arnarholt árið 1951. Steinunn Finnbogadóttir fékk svo í gegn árið 1971 að Arnarholt fór undir Borgarspítala. Vísir Borgarstjóri ætlar að láta rannsaka starfsemi Arnarholts og jafnvel fleiri vistheimili sem borgin rak vegna upplýsinga um illa meðferð á vistmönnum. Forsætisráðherra fagnar rannsókn og býður fram aðstoð. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti árið 1951 að fá álit þriggja lækna um nauðsynlegar umbætur á vistheimilinu Arnarholti. Það var gert eftir að Katrín Thoroddsen læknir úrskurðaði að hælið stæðist ekki mannúð né heilsufræði. Tæpum 20 árum síðar kom Steinunn Finnbjörnsdóttir borgarfulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna því í gegn hjá borgarstjórn að heimilið færi undir Borgarspítalann. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um óhugnanlegar lýsingar starfsfólks á vistheimilinu Arnarholti á Kjalarnesi. Vitnað var í samtöl við starfsfólk þar sem kom fram að fárveikt fólk sem dvaldi á heimilinu til ársins 1971 hafi verið sett í einangrun í lítinn fangaklefa, jafnvel vikum saman, í refsingarskyni. „Fávitar og örvitar“ Arnarholt opnaði árið 1945 og það er strax árið 1951 sem byrjað er að gera athugasemdir við starfsemina. Í nefndaráliti sparnaðarnefndar Reykjavíkurborgar lætur Katrín Thoroddsen læknir sem var í nefndinni fylgja með undirskrift sinni að hún telji hælið hvorki samræmast kröfum um mannúð né heilsufræði. Þetta kemur fram í þjóðviljanum 24. febrúar 1951. Í framhaldinu samþykkti borgin að fá álit þriggja lækna um nauðsynlegar umbætur á vistheimilinu Arnarholti. Fram kemur að á þessum tíma séu 47 vistmenn á heimilinu og þar af um helmingur geðbilaður eins og segir í greininni. Þar kemur enn fremur fram að þar hafi auk þess verið fávitar, örvitar, elliglaptir, mál-og heyrnalausir og ofdrykkumenn. Í greininni sem Nanna Ólafsdóttir skrifar undir kemur fram að húsakynnin henti afar illa fyrir reksturinn. Þar sé aðeins ein hjúkrunarkona. Þá sé símasambandslaust við Arnarholt að næturlagi. Greinarhöfundur lýkur skrifum með: „Það sér á að í Arnarholti eru olnbogabörnin“ Steinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna lagði til árið 1970 að ráðist yrði í rannsókn á heimilinu. 1971 skipaði borgin læknanefnd, sem taldi eftir rannsókn engra aðgerða þörf. Steinunn fór þá fram á lokaðan fund í borgarstjórn og þar náðist samkomulag um að vistheimilið yrði hluti af geðdeild Borgarspítalans. Markús Örn Antonsson var nýliði í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk á þessum tíma og sinnti þar æskulýðsmálum. Hann segist muna nokkuð eftir málinu. Markús Örn Antonsson var að hefja sín fyrstu skref sem borgarfulltrúi þegar málið kom upp og ber Steinunni afar vel söguna. „Á þessum tíma var oft fjallað opinberlega um Arnarholt. Það var verið að reyna að finna vistunarlausnir fyrir einstaklinga sem ekki fundust á öðrum stofnunum og það hefur vafalaust verið gert við frumstæðar aðstæður. Ég velti fyrir mér hverjir voru þessir sérfræðingar sem töldu á þessum tíma að það væri ekki ástæða til neinna sérstakra aðgerða. Samt sem áður það var ákveðið að halda málinu áfram, halda lokaða fundi og starfsemin fór undir Borgarspítalanum. Markús ber Steinunni vel söguna Steinunn Finnbogadóttir átti frumkvæði í þessu, hún var ötull borgarfulltrúi og kom oft með mál sem tengdust Borgarspítalanum og hélt okkur í meirihlutanum alveg vakandi fyrir málefnum hans og ástandi í heilbrigðismálum almennt. Ég tel ástæðu til að fara miklum viðurkenningarorðum um frumkvæði Steinunnar á þessum tíma,“ segir Markús. Aðspurður um hvort hann telji að vistmenn eða afkomendur þeirra eigi að fá sanngirnisbætur eins og þeir sem voru börn og hlutu slæma meðferð á opinberum stofnunum á árum áður, fengu á sínum tíma „Ég get ekki dæmt um það þessi mál hafa verið í umræðunni og ákveðnar reglur um meðferð þeirra. Ég tel ekki óeðlilegt að mál þessu tengd yrðu tekin til sérstakrar skoðunnar í þessu tilliti,“ segir Markús. Dagur B. Eggertsson ætlar að láta fara fram rannsókn á Arnarholti og mögulega fleiri vistheimilum.Vísir Borgarstjóri ætlar að láta fara fram rannsókn á Arnarholti og öðrum vistheimilum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir brýnt að hefja rannsókn á starfseminni í Arnarholti. „Við höfum kallað eftir gögnum. Þetta eru sláandi lýsingar. Samfélagið þarf að gera upp svona mál á grundvelli vandaðrar vinnu eins og vistheimiliskýrslunni og við teljum ástæðu til að rannsaka mál Arnarholts og jafnvel einhverra fleiri heimila. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag að læra af þessu, þetta má aldrei endurtaka sig. Það þarf að koma fram við alla af sanngirni og virðingu og virða mannréttindi ,“ segir Dagur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að borgin ætli að gera rannsókn á málinu. „Ég held að mér sé eins og öðrum farið að þetta eru sláandi og óhugnalegar lýsingar um Arnarholt og mikilvægt að málið verði skoðað vel. Ég átti gott samtal við borgarstjóra sem sagði að þetta yrði skoðað ofan í kjölinn eins og gert var þegar skýrslan um vistheimilin var gerð og ég fagna því,“ segir Katrín. Ekki sé tímabært að ræða um um sanngirnisbætur til vistmanna. „Við verðum í góðu sambandi við borgina og sjáum hvert málið leiðir okkur“ segir Katrín. Félagsmál Reykjavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Borgarstjóri ætlar að láta rannsaka starfsemi Arnarholts og jafnvel fleiri vistheimili sem borgin rak vegna upplýsinga um illa meðferð á vistmönnum. Forsætisráðherra fagnar rannsókn og býður fram aðstoð. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti árið 1951 að fá álit þriggja lækna um nauðsynlegar umbætur á vistheimilinu Arnarholti. Það var gert eftir að Katrín Thoroddsen læknir úrskurðaði að hælið stæðist ekki mannúð né heilsufræði. Tæpum 20 árum síðar kom Steinunn Finnbjörnsdóttir borgarfulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna því í gegn hjá borgarstjórn að heimilið færi undir Borgarspítalann. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um óhugnanlegar lýsingar starfsfólks á vistheimilinu Arnarholti á Kjalarnesi. Vitnað var í samtöl við starfsfólk þar sem kom fram að fárveikt fólk sem dvaldi á heimilinu til ársins 1971 hafi verið sett í einangrun í lítinn fangaklefa, jafnvel vikum saman, í refsingarskyni. „Fávitar og örvitar“ Arnarholt opnaði árið 1945 og það er strax árið 1951 sem byrjað er að gera athugasemdir við starfsemina. Í nefndaráliti sparnaðarnefndar Reykjavíkurborgar lætur Katrín Thoroddsen læknir sem var í nefndinni fylgja með undirskrift sinni að hún telji hælið hvorki samræmast kröfum um mannúð né heilsufræði. Þetta kemur fram í þjóðviljanum 24. febrúar 1951. Í framhaldinu samþykkti borgin að fá álit þriggja lækna um nauðsynlegar umbætur á vistheimilinu Arnarholti. Fram kemur að á þessum tíma séu 47 vistmenn á heimilinu og þar af um helmingur geðbilaður eins og segir í greininni. Þar kemur enn fremur fram að þar hafi auk þess verið fávitar, örvitar, elliglaptir, mál-og heyrnalausir og ofdrykkumenn. Í greininni sem Nanna Ólafsdóttir skrifar undir kemur fram að húsakynnin henti afar illa fyrir reksturinn. Þar sé aðeins ein hjúkrunarkona. Þá sé símasambandslaust við Arnarholt að næturlagi. Greinarhöfundur lýkur skrifum með: „Það sér á að í Arnarholti eru olnbogabörnin“ Steinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna lagði til árið 1970 að ráðist yrði í rannsókn á heimilinu. 1971 skipaði borgin læknanefnd, sem taldi eftir rannsókn engra aðgerða þörf. Steinunn fór þá fram á lokaðan fund í borgarstjórn og þar náðist samkomulag um að vistheimilið yrði hluti af geðdeild Borgarspítalans. Markús Örn Antonsson var nýliði í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk á þessum tíma og sinnti þar æskulýðsmálum. Hann segist muna nokkuð eftir málinu. Markús Örn Antonsson var að hefja sín fyrstu skref sem borgarfulltrúi þegar málið kom upp og ber Steinunni afar vel söguna. „Á þessum tíma var oft fjallað opinberlega um Arnarholt. Það var verið að reyna að finna vistunarlausnir fyrir einstaklinga sem ekki fundust á öðrum stofnunum og það hefur vafalaust verið gert við frumstæðar aðstæður. Ég velti fyrir mér hverjir voru þessir sérfræðingar sem töldu á þessum tíma að það væri ekki ástæða til neinna sérstakra aðgerða. Samt sem áður það var ákveðið að halda málinu áfram, halda lokaða fundi og starfsemin fór undir Borgarspítalanum. Markús ber Steinunni vel söguna Steinunn Finnbogadóttir átti frumkvæði í þessu, hún var ötull borgarfulltrúi og kom oft með mál sem tengdust Borgarspítalanum og hélt okkur í meirihlutanum alveg vakandi fyrir málefnum hans og ástandi í heilbrigðismálum almennt. Ég tel ástæðu til að fara miklum viðurkenningarorðum um frumkvæði Steinunnar á þessum tíma,“ segir Markús. Aðspurður um hvort hann telji að vistmenn eða afkomendur þeirra eigi að fá sanngirnisbætur eins og þeir sem voru börn og hlutu slæma meðferð á opinberum stofnunum á árum áður, fengu á sínum tíma „Ég get ekki dæmt um það þessi mál hafa verið í umræðunni og ákveðnar reglur um meðferð þeirra. Ég tel ekki óeðlilegt að mál þessu tengd yrðu tekin til sérstakrar skoðunnar í þessu tilliti,“ segir Markús. Dagur B. Eggertsson ætlar að láta fara fram rannsókn á Arnarholti og mögulega fleiri vistheimilum.Vísir Borgarstjóri ætlar að láta fara fram rannsókn á Arnarholti og öðrum vistheimilum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir brýnt að hefja rannsókn á starfseminni í Arnarholti. „Við höfum kallað eftir gögnum. Þetta eru sláandi lýsingar. Samfélagið þarf að gera upp svona mál á grundvelli vandaðrar vinnu eins og vistheimiliskýrslunni og við teljum ástæðu til að rannsaka mál Arnarholts og jafnvel einhverra fleiri heimila. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag að læra af þessu, þetta má aldrei endurtaka sig. Það þarf að koma fram við alla af sanngirni og virðingu og virða mannréttindi ,“ segir Dagur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að borgin ætli að gera rannsókn á málinu. „Ég held að mér sé eins og öðrum farið að þetta eru sláandi og óhugnalegar lýsingar um Arnarholt og mikilvægt að málið verði skoðað vel. Ég átti gott samtal við borgarstjóra sem sagði að þetta yrði skoðað ofan í kjölinn eins og gert var þegar skýrslan um vistheimilin var gerð og ég fagna því,“ segir Katrín. Ekki sé tímabært að ræða um um sanngirnisbætur til vistmanna. „Við verðum í góðu sambandi við borgina og sjáum hvert málið leiðir okkur“ segir Katrín.
Félagsmál Reykjavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira