Ljónum í Keníu fjölgar á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. nóvember 2020 13:14 Maasai-fólk á Amboseli-svæðinu hefur lengi veitt ljónin en er nú orðið að helstu verndurum þeirra. EPA/Dai Kurokawa Svo virðist sem ljónastofninn í Keníu sé að stækka eftir að hafa lengi verið í viðkvæmri stöðu. Sérfræðingar höfðu spáð útrýmingu dýranna fyrir árið 2050 en einungis tvö þúsund ljón eru eftir í landinu. Maasai-fólk á Amboseli-svæðinu hefur lengi veitt ljónin en er nú orðið að helstu verndurum þeirra. Stofninn hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár en á þessu ári virðist breyting hafa orðið þar á. Fjöldi unga hefur fæðst og segjast forsprakkar samtakanna Lion Guardians ánægðir með árangurinn Stephanie Dolrery hjá Lion Guardians sagði við AP að árið 2004 hafi verið um eitt ljón á hverja 100 ferkílómetra á svæðinu. Nú séu þau um sex eða sjö. Starf Maasai-fólksins hafi skilað miklum árangri. „Þetta snýst um að hvetja veiðimennina, sem hafa lengi veitt ljónin, til þess að rekja þau og fylgja þeim. Það er ekki auðvelt verk, enda getur verið afskaplega ógnvænlegt þegar dýrið stekkur á þig. Maður þarf að vera sterkur til þess að vinna þetta starf og Maasai-fólkið er best í því,“ sagði Dolrery. Eric Ole Kesoi, einn forsprakka verndaranna, sagði að á árum áður hafi verið alsiða að drepa hvert einasta ljón. Nú sé hann hins vegar orðinn einn sá færasti í að vernda þau. „Það var strax ljóst í upphafi að ég var afar fær í að elta ljónin. Þess vegna hef ég verið viðriðin þessa vinnu og nýti hæfileika mína til þess að vernda dýrin.“ Kenía Dýr Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Svo virðist sem ljónastofninn í Keníu sé að stækka eftir að hafa lengi verið í viðkvæmri stöðu. Sérfræðingar höfðu spáð útrýmingu dýranna fyrir árið 2050 en einungis tvö þúsund ljón eru eftir í landinu. Maasai-fólk á Amboseli-svæðinu hefur lengi veitt ljónin en er nú orðið að helstu verndurum þeirra. Stofninn hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár en á þessu ári virðist breyting hafa orðið þar á. Fjöldi unga hefur fæðst og segjast forsprakkar samtakanna Lion Guardians ánægðir með árangurinn Stephanie Dolrery hjá Lion Guardians sagði við AP að árið 2004 hafi verið um eitt ljón á hverja 100 ferkílómetra á svæðinu. Nú séu þau um sex eða sjö. Starf Maasai-fólksins hafi skilað miklum árangri. „Þetta snýst um að hvetja veiðimennina, sem hafa lengi veitt ljónin, til þess að rekja þau og fylgja þeim. Það er ekki auðvelt verk, enda getur verið afskaplega ógnvænlegt þegar dýrið stekkur á þig. Maður þarf að vera sterkur til þess að vinna þetta starf og Maasai-fólkið er best í því,“ sagði Dolrery. Eric Ole Kesoi, einn forsprakka verndaranna, sagði að á árum áður hafi verið alsiða að drepa hvert einasta ljón. Nú sé hann hins vegar orðinn einn sá færasti í að vernda þau. „Það var strax ljóst í upphafi að ég var afar fær í að elta ljónin. Þess vegna hef ég verið viðriðin þessa vinnu og nýti hæfileika mína til þess að vernda dýrin.“
Kenía Dýr Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira