Hamrén segir meiri pressu á Ungverjum Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 13:30 Erik Hamrén á fyrir höndum sinn mikilvægasta leik sem þjálfari Íslands. vísir/vilhelm Erik Hamrén landsliðsþjálfari Íslands segir að meiri pressa sé á Ungverjum en Íslendingum að vinna úrslitaleik liðanna um sæti á EM. Leikurinn er kl. 19.45 annað kvöld. Ísland sló Rúmeníu út í undanúrslitum umspilsins á meðan að Ungverjaland sló út Búlgaríu. Liðin mætast í Búdapest en þar verður einmitt leikið á EM næsta sumar, í riðlinum sem sigurliðið á morgun fer í. „Ungverjar eru með gott lið sem hefur gert það virkilega gott í Þjóðadeildinni, gegn sterkum liðum, og náð góðum úrslitum. Þeir unnu líka undanúrslitaleikinn í umspilinu,“ segir Hamrén en hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og má sjá viðtalið hér að neðan. „Þetta er risastór leikur fyrir bæði lið, mikil pressa, því þetta snýst ekki bara um íþróttaárangur heldur líka fjárhag knattspyrnusambandanna, og þetta hefur mikla þýðingu fyrir fólkið á Íslandi og í Ungverjalandi,“ segir Hamrén, og bætir við: „Ég held að pressan sé aðeins meiri á Ungverjum. Þeir eru á heimavelli, og vita að ef þeir tapa þá missa þeir af tækifærinu til að spila tvo leiki á heimavelli á EM, gegn Frakklandi og Portúgal. Þessi pressa er erfið fyrir þá. Þetta er gott lið, við þurfum að vera góðir og sýna sömu reynslu og við gerðum gegn Rúmeníu. Þar sást reynsla okkar og hugrekki, sem er það sem við þurfum núna. Ef við erum sterkir og sýnum okkar hæfileika þá hef ég góða tilfinningu fyrir því að við vinnum. En við verðum að spila vel.“ Öll samtöl við leikmenn snúast um Ungverjaleikinn Eftir leikinn við Ungverjaland á Ísland fyrir höndum leiki við Danmörku og England í Þjóðadeildinni, á sunnudaginn og næsta miðvikudag. Mikil óvissa er þó varðandi þá leiki vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem greindist í dönskum minkum, og sóttvarnalaga sem sett voru í Bretlandi og banna fólki að koma til landsins frá Danmörku nema með því að fara í tveggja vikna sóttkví. Hefur Hamrén hugsað mikið út í þessa leiki? „Við í starfsliðinu verðum líka að hugsa fram í tímann. Þegar við tölum við leikmennina snýst allt um Ungverjaleikinn, en við í starfsliðinu þurfum auðvitað að undirbúa hina leikina. Við vitum sem stendur ekki mikið um hvernig þeir leikir verða, og eyðum ekki mikilli orku í þá, en höfum auðvitað hugsað út í það hvernig við viljum spila gegn Danmörku og Englandi. En í öllum samtölum við leikmenn snýst allt um Ungverjaland,“ segir Hamrén. Klippa: Hamrén um Ungverjana EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Ungverjum Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, segist vera með góða tilfinningu fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi. Hann ræddi við Henry Birgi í dag. 10. nóvember 2020 23:01 Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31 Nóg að Ungverjar hafi þrettán menn en fresta má fram í júní Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands er áfram á dagskrá annað kvöld þrátt fyrir að aðalþjálfari og einn aðstoðarþjálfara Ungverja hafi greinst með kórónuveirusmit. 11. nóvember 2020 11:03 Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19 Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. 11. nóvember 2020 09:30 Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið klárt í bátana fyrir leikinn sem mun skera úr um hvort Ísland kemst á sitt þriðja stórmót í röð. 10. nóvember 2020 20:16 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
Erik Hamrén landsliðsþjálfari Íslands segir að meiri pressa sé á Ungverjum en Íslendingum að vinna úrslitaleik liðanna um sæti á EM. Leikurinn er kl. 19.45 annað kvöld. Ísland sló Rúmeníu út í undanúrslitum umspilsins á meðan að Ungverjaland sló út Búlgaríu. Liðin mætast í Búdapest en þar verður einmitt leikið á EM næsta sumar, í riðlinum sem sigurliðið á morgun fer í. „Ungverjar eru með gott lið sem hefur gert það virkilega gott í Þjóðadeildinni, gegn sterkum liðum, og náð góðum úrslitum. Þeir unnu líka undanúrslitaleikinn í umspilinu,“ segir Hamrén en hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og má sjá viðtalið hér að neðan. „Þetta er risastór leikur fyrir bæði lið, mikil pressa, því þetta snýst ekki bara um íþróttaárangur heldur líka fjárhag knattspyrnusambandanna, og þetta hefur mikla þýðingu fyrir fólkið á Íslandi og í Ungverjalandi,“ segir Hamrén, og bætir við: „Ég held að pressan sé aðeins meiri á Ungverjum. Þeir eru á heimavelli, og vita að ef þeir tapa þá missa þeir af tækifærinu til að spila tvo leiki á heimavelli á EM, gegn Frakklandi og Portúgal. Þessi pressa er erfið fyrir þá. Þetta er gott lið, við þurfum að vera góðir og sýna sömu reynslu og við gerðum gegn Rúmeníu. Þar sást reynsla okkar og hugrekki, sem er það sem við þurfum núna. Ef við erum sterkir og sýnum okkar hæfileika þá hef ég góða tilfinningu fyrir því að við vinnum. En við verðum að spila vel.“ Öll samtöl við leikmenn snúast um Ungverjaleikinn Eftir leikinn við Ungverjaland á Ísland fyrir höndum leiki við Danmörku og England í Þjóðadeildinni, á sunnudaginn og næsta miðvikudag. Mikil óvissa er þó varðandi þá leiki vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem greindist í dönskum minkum, og sóttvarnalaga sem sett voru í Bretlandi og banna fólki að koma til landsins frá Danmörku nema með því að fara í tveggja vikna sóttkví. Hefur Hamrén hugsað mikið út í þessa leiki? „Við í starfsliðinu verðum líka að hugsa fram í tímann. Þegar við tölum við leikmennina snýst allt um Ungverjaleikinn, en við í starfsliðinu þurfum auðvitað að undirbúa hina leikina. Við vitum sem stendur ekki mikið um hvernig þeir leikir verða, og eyðum ekki mikilli orku í þá, en höfum auðvitað hugsað út í það hvernig við viljum spila gegn Danmörku og Englandi. En í öllum samtölum við leikmenn snýst allt um Ungverjaland,“ segir Hamrén. Klippa: Hamrén um Ungverjana
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Ungverjum Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, segist vera með góða tilfinningu fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi. Hann ræddi við Henry Birgi í dag. 10. nóvember 2020 23:01 Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31 Nóg að Ungverjar hafi þrettán menn en fresta má fram í júní Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands er áfram á dagskrá annað kvöld þrátt fyrir að aðalþjálfari og einn aðstoðarþjálfara Ungverja hafi greinst með kórónuveirusmit. 11. nóvember 2020 11:03 Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19 Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. 11. nóvember 2020 09:30 Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið klárt í bátana fyrir leikinn sem mun skera úr um hvort Ísland kemst á sitt þriðja stórmót í röð. 10. nóvember 2020 20:16 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
Hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Ungverjum Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, segist vera með góða tilfinningu fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi. Hann ræddi við Henry Birgi í dag. 10. nóvember 2020 23:01
Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31
Nóg að Ungverjar hafi þrettán menn en fresta má fram í júní Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands er áfram á dagskrá annað kvöld þrátt fyrir að aðalþjálfari og einn aðstoðarþjálfara Ungverja hafi greinst með kórónuveirusmit. 11. nóvember 2020 11:03
Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19
Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. 11. nóvember 2020 09:30
Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið klárt í bátana fyrir leikinn sem mun skera úr um hvort Ísland kemst á sitt þriðja stórmót í röð. 10. nóvember 2020 20:16