Valskonur með leyfi til að æfa Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 08:00 Hallbera Guðný Gísladóttir og stöllur hennar í Val stefna á að komast í 32 liða úrslit Meistaradeildarinnar. vísir/hulda margrét Valskonur hafa getað æft fótbolta saman síðustu tvo daga, einar íslenskra íþróttaliða, og geta því undirbúið sig fyrir leikinn við Skotlandsmeistara Glasgow City í Meistaradeild Evrópu. Liðin mætast í 2. umferð á Hlíðarenda næsta miðvikudag. Valskonur slógu finnsku meistarana í HJK Helsinki út fyrir viku, þrátt fyrir að hafa lítið mátt undirbúa sig vegna sóttvarnalaga á Íslandi. Þær náðu aðeins tveimur æfingum saman fyrir leikinn en unnu öruggan 3-0 sigur. Gætu spilað í desember Framundan er mun erfiðari leikur við Glasgow City. Með sigri í honum kæmust Valskonur í 32 liða úrslit og gætu mætt einhverju af allra bestu liðum Evrópu, í leikjum sem áætlað er að fari fram 8.-9. og 15.-16. desember. Þar verður leikið á heima- og útivelli, en í 2. umferð eru aðeins stakir leikir og voru Valskonur því heppnar að fá heimaleik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir við Morgunblaðið að undanþága hafi fengist frá heilbrigðisyfirvöldum til æfinga frá og með síðastliðnum mánudegi. „Við þurfum ekki að æfa á neitt sérstaklega óhefðbundinn hátt þannig séð. Við förum eftir öllum sóttvarnareglum eins og alltaf, erum hitamæld fyrir æfingar og klefarnir eru tvískiptir. Við megum æfa spil og með bolta sem er virkilega jákvætt,“ segir Pétur. Æfðu varla saman fyrir síðasta leik Fyrir leik Vals við HJK Helsinki hafði liðið ekki spilað fótboltaleik í heilan mánuð. Leikjum á Íslandsmótinu var frestað vegna faraldursins og mótið að lokum blásið af, en Valur endaði í 2. sæti og tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Æfingabann var á Íslandi í fjórar vikur fyrir leikinn en sjö landsliðskonur Vals náðu þó að æfa, og flestar spila, með íslenska landsliðinu í Svíþjóð viku fyrir Meistaradeildarleikinn. Þær fóru svo í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Því náði Valsliðið rétt að koma saman fyrir leikinn við finnsku meistarana. Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þrjár systur byrjuðu leik í Meistaradeildinni: „Stundum leiðinlegt en oftast gaman“ Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna. 7. nóvember 2020 23:00 Frábær pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. 28. október 2020 16:00 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Sjá meira
Valskonur hafa getað æft fótbolta saman síðustu tvo daga, einar íslenskra íþróttaliða, og geta því undirbúið sig fyrir leikinn við Skotlandsmeistara Glasgow City í Meistaradeild Evrópu. Liðin mætast í 2. umferð á Hlíðarenda næsta miðvikudag. Valskonur slógu finnsku meistarana í HJK Helsinki út fyrir viku, þrátt fyrir að hafa lítið mátt undirbúa sig vegna sóttvarnalaga á Íslandi. Þær náðu aðeins tveimur æfingum saman fyrir leikinn en unnu öruggan 3-0 sigur. Gætu spilað í desember Framundan er mun erfiðari leikur við Glasgow City. Með sigri í honum kæmust Valskonur í 32 liða úrslit og gætu mætt einhverju af allra bestu liðum Evrópu, í leikjum sem áætlað er að fari fram 8.-9. og 15.-16. desember. Þar verður leikið á heima- og útivelli, en í 2. umferð eru aðeins stakir leikir og voru Valskonur því heppnar að fá heimaleik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir við Morgunblaðið að undanþága hafi fengist frá heilbrigðisyfirvöldum til æfinga frá og með síðastliðnum mánudegi. „Við þurfum ekki að æfa á neitt sérstaklega óhefðbundinn hátt þannig séð. Við förum eftir öllum sóttvarnareglum eins og alltaf, erum hitamæld fyrir æfingar og klefarnir eru tvískiptir. Við megum æfa spil og með bolta sem er virkilega jákvætt,“ segir Pétur. Æfðu varla saman fyrir síðasta leik Fyrir leik Vals við HJK Helsinki hafði liðið ekki spilað fótboltaleik í heilan mánuð. Leikjum á Íslandsmótinu var frestað vegna faraldursins og mótið að lokum blásið af, en Valur endaði í 2. sæti og tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Æfingabann var á Íslandi í fjórar vikur fyrir leikinn en sjö landsliðskonur Vals náðu þó að æfa, og flestar spila, með íslenska landsliðinu í Svíþjóð viku fyrir Meistaradeildarleikinn. Þær fóru svo í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Því náði Valsliðið rétt að koma saman fyrir leikinn við finnsku meistarana.
Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þrjár systur byrjuðu leik í Meistaradeildinni: „Stundum leiðinlegt en oftast gaman“ Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna. 7. nóvember 2020 23:00 Frábær pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. 28. október 2020 16:00 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Sjá meira
Þrjár systur byrjuðu leik í Meistaradeildinni: „Stundum leiðinlegt en oftast gaman“ Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna. 7. nóvember 2020 23:00
Frábær pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50
Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00
Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. 28. október 2020 16:00