Valskonur með leyfi til að æfa Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 08:00 Hallbera Guðný Gísladóttir og stöllur hennar í Val stefna á að komast í 32 liða úrslit Meistaradeildarinnar. vísir/hulda margrét Valskonur hafa getað æft fótbolta saman síðustu tvo daga, einar íslenskra íþróttaliða, og geta því undirbúið sig fyrir leikinn við Skotlandsmeistara Glasgow City í Meistaradeild Evrópu. Liðin mætast í 2. umferð á Hlíðarenda næsta miðvikudag. Valskonur slógu finnsku meistarana í HJK Helsinki út fyrir viku, þrátt fyrir að hafa lítið mátt undirbúa sig vegna sóttvarnalaga á Íslandi. Þær náðu aðeins tveimur æfingum saman fyrir leikinn en unnu öruggan 3-0 sigur. Gætu spilað í desember Framundan er mun erfiðari leikur við Glasgow City. Með sigri í honum kæmust Valskonur í 32 liða úrslit og gætu mætt einhverju af allra bestu liðum Evrópu, í leikjum sem áætlað er að fari fram 8.-9. og 15.-16. desember. Þar verður leikið á heima- og útivelli, en í 2. umferð eru aðeins stakir leikir og voru Valskonur því heppnar að fá heimaleik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir við Morgunblaðið að undanþága hafi fengist frá heilbrigðisyfirvöldum til æfinga frá og með síðastliðnum mánudegi. „Við þurfum ekki að æfa á neitt sérstaklega óhefðbundinn hátt þannig séð. Við förum eftir öllum sóttvarnareglum eins og alltaf, erum hitamæld fyrir æfingar og klefarnir eru tvískiptir. Við megum æfa spil og með bolta sem er virkilega jákvætt,“ segir Pétur. Æfðu varla saman fyrir síðasta leik Fyrir leik Vals við HJK Helsinki hafði liðið ekki spilað fótboltaleik í heilan mánuð. Leikjum á Íslandsmótinu var frestað vegna faraldursins og mótið að lokum blásið af, en Valur endaði í 2. sæti og tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Æfingabann var á Íslandi í fjórar vikur fyrir leikinn en sjö landsliðskonur Vals náðu þó að æfa, og flestar spila, með íslenska landsliðinu í Svíþjóð viku fyrir Meistaradeildarleikinn. Þær fóru svo í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Því náði Valsliðið rétt að koma saman fyrir leikinn við finnsku meistarana. Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þrjár systur byrjuðu leik í Meistaradeildinni: „Stundum leiðinlegt en oftast gaman“ Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna. 7. nóvember 2020 23:00 Frábær pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. 28. október 2020 16:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Valskonur hafa getað æft fótbolta saman síðustu tvo daga, einar íslenskra íþróttaliða, og geta því undirbúið sig fyrir leikinn við Skotlandsmeistara Glasgow City í Meistaradeild Evrópu. Liðin mætast í 2. umferð á Hlíðarenda næsta miðvikudag. Valskonur slógu finnsku meistarana í HJK Helsinki út fyrir viku, þrátt fyrir að hafa lítið mátt undirbúa sig vegna sóttvarnalaga á Íslandi. Þær náðu aðeins tveimur æfingum saman fyrir leikinn en unnu öruggan 3-0 sigur. Gætu spilað í desember Framundan er mun erfiðari leikur við Glasgow City. Með sigri í honum kæmust Valskonur í 32 liða úrslit og gætu mætt einhverju af allra bestu liðum Evrópu, í leikjum sem áætlað er að fari fram 8.-9. og 15.-16. desember. Þar verður leikið á heima- og útivelli, en í 2. umferð eru aðeins stakir leikir og voru Valskonur því heppnar að fá heimaleik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir við Morgunblaðið að undanþága hafi fengist frá heilbrigðisyfirvöldum til æfinga frá og með síðastliðnum mánudegi. „Við þurfum ekki að æfa á neitt sérstaklega óhefðbundinn hátt þannig séð. Við förum eftir öllum sóttvarnareglum eins og alltaf, erum hitamæld fyrir æfingar og klefarnir eru tvískiptir. Við megum æfa spil og með bolta sem er virkilega jákvætt,“ segir Pétur. Æfðu varla saman fyrir síðasta leik Fyrir leik Vals við HJK Helsinki hafði liðið ekki spilað fótboltaleik í heilan mánuð. Leikjum á Íslandsmótinu var frestað vegna faraldursins og mótið að lokum blásið af, en Valur endaði í 2. sæti og tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Æfingabann var á Íslandi í fjórar vikur fyrir leikinn en sjö landsliðskonur Vals náðu þó að æfa, og flestar spila, með íslenska landsliðinu í Svíþjóð viku fyrir Meistaradeildarleikinn. Þær fóru svo í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Því náði Valsliðið rétt að koma saman fyrir leikinn við finnsku meistarana.
Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þrjár systur byrjuðu leik í Meistaradeildinni: „Stundum leiðinlegt en oftast gaman“ Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna. 7. nóvember 2020 23:00 Frábær pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. 28. október 2020 16:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Þrjár systur byrjuðu leik í Meistaradeildinni: „Stundum leiðinlegt en oftast gaman“ Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna. 7. nóvember 2020 23:00
Frábær pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50
Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00
Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. 28. október 2020 16:00