Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 21:00 Hallbera Guðný verður í eldlínunni með Val á morgun. SKJÁSKOT STÖÐ 2 Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. Valsstúlkur hafa einungis æft tvisvar saman fyrir leikinn á morgun en Hallbera er hins vegar full bjartsýni. Hún segir að landsleikjahléið hafi hjálpað. „Þetta eru búnir að vera mjög undarlegir tímar hvað varðar æfingar og annað. Við vorum sjö saman í landsliðsverkefninu og það var gott fyrir okkur. Við æfðum þá og spiluðum leik,“ sagði Hallbera en landsliðið tapaði 2-0 fyrir Svíum á dögunum. „Stelpurnar sem voru heima hafa bara verið að hlaupa og djöflast. Tvær æfingar núna og það er vonandi nóg.“ En hverjir eru möguleikar Vals í einvíginu? „Ég held að við eigum góðan möguleika. Við erum með gott lið; margar landsliðskonur og efnilega leikmenn. Ég held að ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára þetta.“ „Það er gaman að fá að vera í fótbolta. Við erum eina liðið á landinu sem er að fá að æfa. Við ætlum að reyna njóta þess og lengja tímabilið okkar.“ Vinstri bakvörðurinn knái segir að ástandið sé erfitt og ekki drauma staða fyrir íþróttafólk. „Þetta er, eins og fyrir alla í heiminum, drulluerfitt ástand. Þetta gerir okkur íþróttafólkinu erfitt fyrir. Við erum vön að hafa rútínu og ramma og skipulag en það er eitthvað sem er erfitt að gera núna.“ „Þetta er rosalega erfitt og maður þarf að eiga skilningsríka vinnuveitendur og annað svo að þetta gangi allt saman upp.“ Aðspurð um hvað gerist ef liðið fer áfram svaraði Hallbera: „Ég hef ekki hugmynd um hvort að við fáum einhverja undanþágu ef við förum áfram eða ekki. Annað hvort erum við að fara hlaupa eða æfa fótbolta. Það verður að koma í ljós,“ sagði Hallbera. Leikur Vals og HJK verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsending hefst klukkan 14.50 en leikurinn sjálfur klukkan 15.00. Klippa: Sportpakkinn - Hallbera Guðný Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Sjá meira
Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. Valsstúlkur hafa einungis æft tvisvar saman fyrir leikinn á morgun en Hallbera er hins vegar full bjartsýni. Hún segir að landsleikjahléið hafi hjálpað. „Þetta eru búnir að vera mjög undarlegir tímar hvað varðar æfingar og annað. Við vorum sjö saman í landsliðsverkefninu og það var gott fyrir okkur. Við æfðum þá og spiluðum leik,“ sagði Hallbera en landsliðið tapaði 2-0 fyrir Svíum á dögunum. „Stelpurnar sem voru heima hafa bara verið að hlaupa og djöflast. Tvær æfingar núna og það er vonandi nóg.“ En hverjir eru möguleikar Vals í einvíginu? „Ég held að við eigum góðan möguleika. Við erum með gott lið; margar landsliðskonur og efnilega leikmenn. Ég held að ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára þetta.“ „Það er gaman að fá að vera í fótbolta. Við erum eina liðið á landinu sem er að fá að æfa. Við ætlum að reyna njóta þess og lengja tímabilið okkar.“ Vinstri bakvörðurinn knái segir að ástandið sé erfitt og ekki drauma staða fyrir íþróttafólk. „Þetta er, eins og fyrir alla í heiminum, drulluerfitt ástand. Þetta gerir okkur íþróttafólkinu erfitt fyrir. Við erum vön að hafa rútínu og ramma og skipulag en það er eitthvað sem er erfitt að gera núna.“ „Þetta er rosalega erfitt og maður þarf að eiga skilningsríka vinnuveitendur og annað svo að þetta gangi allt saman upp.“ Aðspurð um hvað gerist ef liðið fer áfram svaraði Hallbera: „Ég hef ekki hugmynd um hvort að við fáum einhverja undanþágu ef við förum áfram eða ekki. Annað hvort erum við að fara hlaupa eða æfa fótbolta. Það verður að koma í ljós,“ sagði Hallbera. Leikur Vals og HJK verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsending hefst klukkan 14.50 en leikurinn sjálfur klukkan 15.00. Klippa: Sportpakkinn - Hallbera Guðný
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Sjá meira