Formaður enska knattspyrnusambandsins segir af sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 19:31 Greg Clarke og Harry Kane á góðri stundu. Sá fyrrnefndi hefur nú sagt starfi sínu lausu. Nick Potts/Getty Images Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, var á fjarfundi með þingmönnum þar sem hann lét ummæli falla sem hann hefur nú beðist afsökunar á. Sagði hann í kjölfarið af sér. Clarke var að svara spurningu um hversu erfitt það væri fyrir samkynhneigða knattspyrnumenn að koma út úr skápnum vegna samfélagsmiðla. Í framhaldi af því talaði hann um „fræga litaða knattspyrnumenn,“ [e. high-profile coloured footballers]. We can confirm that Greg Clarke has stepped down from his role as our chairman.Peter McCormick will step into the role as interim FA Chairman with immediate effect and the FA Board will begin the process of identifying and appointing a new chair in due course.— The FA (@FA) November 10, 2020 „Ef ég horfi á allt það áreiti sem frægir kvenkyns leikmenn sem og frægir litaðir fótboltamenn verða fyrir á samfélagsmiðlum … samfélagsmiðlar eru opnir öllum,“ var svar Clarke. Var honum bent á að hann hafi notað orðið litaðir og baðst hann í kjölfarið afsökunar. Sagðist hafa verið beðinn um að nota orðið „litaðir“ er hann vann í Bandaríkjunum á sínum tíma. Sagði hann það ástæðu þess að hann mismælti sig stundum. Gaf knattspyrnusambandið í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem kom fram að Clarke bæðist afsökunar á orðum sínum og að hugtakið „litaðir“ er ekki boðlegt til að lýsa leikmönnum sem eru hluti af minnihlutahópum. Clarke var einnig gagnrýndur fyrir að ræða mismunandi áhugasvið fólks eftir því hvar það er fædd í heiminum. Nefndi hann til að mynda að fólk af suður asískum uppruna og fólk frá Afríku og Karabíahafinu hefði mismunandi áhugasvið. Fyrst var greint frá því að Clarke harmaði ummæli sín en síðan sagði hann starfi sínu einfaldlega lausu. Hafði hann verið í stöðu formanns enska knattspyrnusambandsins frá því 4. september 2016. Sky Sports greindi frá. Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, var á fjarfundi með þingmönnum þar sem hann lét ummæli falla sem hann hefur nú beðist afsökunar á. Sagði hann í kjölfarið af sér. Clarke var að svara spurningu um hversu erfitt það væri fyrir samkynhneigða knattspyrnumenn að koma út úr skápnum vegna samfélagsmiðla. Í framhaldi af því talaði hann um „fræga litaða knattspyrnumenn,“ [e. high-profile coloured footballers]. We can confirm that Greg Clarke has stepped down from his role as our chairman.Peter McCormick will step into the role as interim FA Chairman with immediate effect and the FA Board will begin the process of identifying and appointing a new chair in due course.— The FA (@FA) November 10, 2020 „Ef ég horfi á allt það áreiti sem frægir kvenkyns leikmenn sem og frægir litaðir fótboltamenn verða fyrir á samfélagsmiðlum … samfélagsmiðlar eru opnir öllum,“ var svar Clarke. Var honum bent á að hann hafi notað orðið litaðir og baðst hann í kjölfarið afsökunar. Sagðist hafa verið beðinn um að nota orðið „litaðir“ er hann vann í Bandaríkjunum á sínum tíma. Sagði hann það ástæðu þess að hann mismælti sig stundum. Gaf knattspyrnusambandið í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem kom fram að Clarke bæðist afsökunar á orðum sínum og að hugtakið „litaðir“ er ekki boðlegt til að lýsa leikmönnum sem eru hluti af minnihlutahópum. Clarke var einnig gagnrýndur fyrir að ræða mismunandi áhugasvið fólks eftir því hvar það er fædd í heiminum. Nefndi hann til að mynda að fólk af suður asískum uppruna og fólk frá Afríku og Karabíahafinu hefði mismunandi áhugasvið. Fyrst var greint frá því að Clarke harmaði ummæli sín en síðan sagði hann starfi sínu einfaldlega lausu. Hafði hann verið í stöðu formanns enska knattspyrnusambandsins frá því 4. september 2016. Sky Sports greindi frá.
Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira