Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 17:37 Rússneska herþyrlan var skotin niður yfir Armeníu í dag. Aserar hafa viðurkennt að hafa óvart skotið hana niður og beðist afsökunar. Vísir/EPA Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. Frá þessu greinir fréttastofa AFP. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, greindi frá því í gær að Aserskar hersveitir hafi náð bænum Shusha í Nagorno-Karabakh á sitt vald. Bærinn hefur lykilhlutverki að gegna í deilunum en hann er staðsettur á stað sem talinn er hafa mikið hernaðarlegt gildi. #BREAKING Russian military helicopter shot down in Armenia, two crew members dead: defence ministry pic.twitter.com/1pMLK1hkIt— AFP news agency (@AFP) November 9, 2020 Armensk yfirvöld sögðu hins vegar í dag að þau muni ekki gefa eftir og hyggist reyna að ná bænum, sem Armenar þekkja sem Shushi, á sitt vald aftur. https://www.france24.com/en/live-news/20201109-armenia-says-fighting-continues-for-key-karabakh-town Aðskilnaðarsinnar hafa ekki fengið ósk sína uppfyllta Átökin um Nagorno-Karabakh hafa staðið yfir frá því í lok september og eru meira en tuttugu ár síðan svo mikil átök áttu sér stað í héraðinu. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh eru af Armenskum uppruna en héraðið er í dag hluti af Aserbaídsjan. Árið 1994 lauk sex ára stríði um héraðið og létust um þrjátíu þúsund manns í því. Aðskilnaðarsinnar í héraðinu lýstu fyrir þrjátíu árum yfir sjálfstæði sem ekki hefur verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu og ekki einu sinni Armeníu. Héraðið hefur þó haldið einhverri sjálfsstjórn frá því þá en er hluti af Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðlegum lögum. Minnst þúsund hafa látið lífið í átökunum sem hófust þann 27. september síðastliðinn auk tuga almennra borgara en talið er að látnir séu mun fleiri. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði þann 22. október að tæplega fimm þúsund væru látnir í átökunum. Mínsk-hópurinn hefur reynt að miðla málum Sovétríkin fyrrverandi tvö hafa brotið þrjá vopnahléssamninga á þessum sex vikum sem Bandaríkin, Rússland og Frakkland hafa komið að. Löndin þrjú fara saman með forsæti í „Mínsk-hópnum“ sem kom að samkomulagi milli ríkjanna tveggja árið 1994 sem varð til þess að sex ára stríðinu um héraðið lauk. Diplómatar virðast um helgina hafa lagt aukna áherslu á að reyna að koma á vopnahléi eftir að átök um Shusha urðu meiri. Pútín fundaði á laugardag með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta í von um að miðla vopnahléi. Tyrkland er opinber stuðningsaðili Aserbaídsjan í deilunum og hefur Erdogan meðal annars óskað yfirvöldum í Aserbaídsjan til hamingju með að hafa Shusha á sitt band, eftir að fregnir um það bárust. Erdogan sagði það „merki um frelsun þess svæðis sem enn er hertekið.“ Tækju Tyrkir þátt í að koma á vopnahléi myndi það leika gæfumun og bárust fréttir um það í gær, sunnudag, að vopnahléssamningar væru í undirbúningi og í kjölfar þeirra myndu Rússar og Tyrkir senda friðarsveitir til Nagorno-Karabakh. Rússar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki grípa í taumana nema átökin berist yfir á Armenska jörð. Þessu lýstu þeir yfir eftir að Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, biðlaði formlega til Pútíns að hefja viðræður um að veita armenskum hersveitum hjálp. Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Hernaður Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. Frá þessu greinir fréttastofa AFP. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, greindi frá því í gær að Aserskar hersveitir hafi náð bænum Shusha í Nagorno-Karabakh á sitt vald. Bærinn hefur lykilhlutverki að gegna í deilunum en hann er staðsettur á stað sem talinn er hafa mikið hernaðarlegt gildi. #BREAKING Russian military helicopter shot down in Armenia, two crew members dead: defence ministry pic.twitter.com/1pMLK1hkIt— AFP news agency (@AFP) November 9, 2020 Armensk yfirvöld sögðu hins vegar í dag að þau muni ekki gefa eftir og hyggist reyna að ná bænum, sem Armenar þekkja sem Shushi, á sitt vald aftur. https://www.france24.com/en/live-news/20201109-armenia-says-fighting-continues-for-key-karabakh-town Aðskilnaðarsinnar hafa ekki fengið ósk sína uppfyllta Átökin um Nagorno-Karabakh hafa staðið yfir frá því í lok september og eru meira en tuttugu ár síðan svo mikil átök áttu sér stað í héraðinu. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh eru af Armenskum uppruna en héraðið er í dag hluti af Aserbaídsjan. Árið 1994 lauk sex ára stríði um héraðið og létust um þrjátíu þúsund manns í því. Aðskilnaðarsinnar í héraðinu lýstu fyrir þrjátíu árum yfir sjálfstæði sem ekki hefur verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu og ekki einu sinni Armeníu. Héraðið hefur þó haldið einhverri sjálfsstjórn frá því þá en er hluti af Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðlegum lögum. Minnst þúsund hafa látið lífið í átökunum sem hófust þann 27. september síðastliðinn auk tuga almennra borgara en talið er að látnir séu mun fleiri. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði þann 22. október að tæplega fimm þúsund væru látnir í átökunum. Mínsk-hópurinn hefur reynt að miðla málum Sovétríkin fyrrverandi tvö hafa brotið þrjá vopnahléssamninga á þessum sex vikum sem Bandaríkin, Rússland og Frakkland hafa komið að. Löndin þrjú fara saman með forsæti í „Mínsk-hópnum“ sem kom að samkomulagi milli ríkjanna tveggja árið 1994 sem varð til þess að sex ára stríðinu um héraðið lauk. Diplómatar virðast um helgina hafa lagt aukna áherslu á að reyna að koma á vopnahléi eftir að átök um Shusha urðu meiri. Pútín fundaði á laugardag með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta í von um að miðla vopnahléi. Tyrkland er opinber stuðningsaðili Aserbaídsjan í deilunum og hefur Erdogan meðal annars óskað yfirvöldum í Aserbaídsjan til hamingju með að hafa Shusha á sitt band, eftir að fregnir um það bárust. Erdogan sagði það „merki um frelsun þess svæðis sem enn er hertekið.“ Tækju Tyrkir þátt í að koma á vopnahléi myndi það leika gæfumun og bárust fréttir um það í gær, sunnudag, að vopnahléssamningar væru í undirbúningi og í kjölfar þeirra myndu Rússar og Tyrkir senda friðarsveitir til Nagorno-Karabakh. Rússar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki grípa í taumana nema átökin berist yfir á Armenska jörð. Þessu lýstu þeir yfir eftir að Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, biðlaði formlega til Pútíns að hefja viðræður um að veita armenskum hersveitum hjálp.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Hernaður Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27
Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14
Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38