Erlent

Telja 150 látna vegna ó­veðurs í Gvate­mala

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maður heldur á þungaðri konu vegna flóðanna í La Lima í Hondúras.
Maður heldur á þungaðri konu vegna flóðanna í La Lima í Hondúras. Vísir/Getty

Talið er að minnst hundrað hafi látist í Quejá héraði í Gvatemala vegna aurskriða sem féllu í kjölfar mikilla rigninga vegna stormsins Etu sem riðið hefur yfir landið undanfarna daga. Yfirvöld hafa staðfest að minnst fimmtíu séu látnir.

Vegna stormsins hafa björgunaraðgerðir gengið hægt, vegir hafa rofnað og mikil flóð eru á mörgum svæðum. Hernum hefur þó tekist að komast til afskekktra bæja og hafa mörg heimili grafist undir í aurskriðum.

Eta kom á land í Níkaragva á þriðjudag og var þá skilgreind sem fjórða stigs stormur. Vindar náðu um 225 metrum á sekúndu og mikil úrkoma fylgdi. Það dró nokkuð úr kraftinum í storminum eftir því sem hann færðist yfir landið og náði til Hondúras og Gvatemala.

Mikil flóð eru í La Lima í Hondúras vegna Etu.Vísir/Getty

Alejandro Giammattei forseti Gvatemala sagði að björgunaraðgerðir gengju sérstaklega hægt þar sem aðeins ein þyrla væri í landinu sem nýttist í svona björgunaraðgerðir.

„Það er fullt af fólki sem er fast og við náum ekki til,“ sagði hann. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á mörgum landssvæðum vegna ástandsins.

Þá sagði hann ástandið í Quejá alvarlegt. Engin lík hafi enn fundist á svæðinu.

Í nágrannalandinu Hondúras hafa minnst tíu látist og hundruð bíða eftir að vera bjargað frá flóðasvæðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.