Erlent

Fimm­tíu látin eftir aur­skriður vegna Eta

Atli Ísleifsson skrifar
Eta hefur gengið yfir nokkuð ríki Mið-Ameríku síðustu daga. Myndin er tekin í Tegucigalpa í Hondúras.
Eta hefur gengið yfir nokkuð ríki Mið-Ameríku síðustu daga. Myndin er tekin í Tegucigalpa í Hondúras. EPA

Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið.

Aurskriðurnar féllu í kringum borgina San Cristobal og hrifsuðu með sér að minnsta kosti 25 hús. Björgunarlið hefur átt í vandræðum með að komast að hamfarasvæðunum vegna mikilla flóða á vegum.

Fjöldi fólks hefur látið lífið í öðrum ríkjum Mið-Ameríku vegna Eta. Fellibylnum hefur fylgt mikið úrhelli sem hefur leitt til flóða og hefur þurft að bjarga hundruð manna af húsþökum, meðal annars í Hondúras.

Fréttir af dauðsföllum vegna óveðursins hafa einnig borist frá Níkaragva, Panama og Kosta Ríka.

Veðurspár gera ráð fyrir að óveðrið muni halda áfram sína leið í norðvesturátt, yfir Hondúras og Belís, og halda svo aftur á haf út þar sem búist er við að Eta muni sækja í sig veðrið á ný og halda svo mögulega í átt að Cayman-eyjum, Kúbu og svo suðurhluta Flórida í Bandaríkjunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×