Erlent

Fjöldi látinna heldur á­fram að hækka

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarliði tókst að bjarga fjórtán ára stúlku úr rústum byggingar snemma í morgun.
Björgunarliði tókst að bjarga fjórtán ára stúlku úr rústum byggingar snemma í morgun. Getty

Björgunarlið heldur áfram að leita í rústum átta bygginga í tyrknesku hafnarborgarinnar Izmir eftir skjálftans öfluga sem reið yfir á föstudaginn.

Reuters segir frá því að tekist hafi að bjarga fjórtán ára stúlku úr rústunum snemma í morgun, um 58 tímum eftir sjálfan skjálftann.

Yfirvöld í Tyrklandi hafa staðfest að 79 hafi farist í skjálftanum. Þá er staðfest að tveir séu látnir á grísku eynni Samos.

Staðfest er að 962 hafi slasast í skjálftanum í Tyrklandi, en af þeim hafa rúmlega sjö hundruð verið útskrifuð af sjúkrahúsum.

Kandillistofnunin í Istanbúl segir skjálftann, sem reið yfir um hádegisbil á föstudag, hafa verið um 6,9 að stærð.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×