Erlent

Johnson sagður íhuga útgöngubann

Samúel Karl Ólason og Birgir Olgeirsson skrifa
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Simon Dawson

Forsætisráðherra Breta er sagður íhuga mánaðarlangt útgöngubann í Englandi í þeirri von að geta slakað á aðgerðum fyrir jólahátíðina. Talið er að tilskipunin muni berast Bretum á mánudag um að halda sig heima, en skólastarf yrði undanþegið. Breska ríkisútvarpið segir frá því að dánartíðni í Englandi sé að stefna í að verða mun hærri en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins ef ekkert verður að gert.

Fjöldi látinna á Bretlandseyjum gæti náð 4.000 á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó allra versta líkanið og flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið á hverjum degi.

Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Englandi á undanförnu og er gífurlegt álag á sjúkrahúsum.

Kórónuveiran er á fleygiferð víða um Evrópu sem hefur valdið því að Belgar, Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til hertra aðgerða.

Samkvæmt frétt Sky News fundaði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, með helstu ráðherrum sínum í gærkvöldi og ræddu þeir ástandið og mögulegar aðgerðir. Ekki var þó komist að niðurstöðu en fregnir hafa borist af því að Johnson stefni á að halda blaðamannafund á mánudaginn. Johnson tæki þó eingöngu ákvörðun fyrir England. Ráðamenn í Skotlandi og Wales taka ákvarðanir fyrir þau ríki.

Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla kemur til greina að loka nánast öllu, nema mikilvægustu verslununum og menntastofnunum.


Tengdar fréttir

Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi

Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.