Johnson sagður íhuga útgöngubann Samúel Karl Ólason og Birgir Olgeirsson skrifa 31. október 2020 10:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Simon Dawson Forsætisráðherra Breta er sagður íhuga mánaðarlangt útgöngubann í Englandi í þeirri von að geta slakað á aðgerðum fyrir jólahátíðina. Talið er að tilskipunin muni berast Bretum á mánudag um að halda sig heima, en skólastarf yrði undanþegið. Breska ríkisútvarpið segir frá því að dánartíðni í Englandi sé að stefna í að verða mun hærri en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins ef ekkert verður að gert. Fjöldi látinna á Bretlandseyjum gæti náð 4.000 á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó allra versta líkanið og flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið á hverjum degi. Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Englandi á undanförnu og er gífurlegt álag á sjúkrahúsum. Kórónuveiran er á fleygiferð víða um Evrópu sem hefur valdið því að Belgar, Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til hertra aðgerða. Samkvæmt frétt Sky News fundaði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, með helstu ráðherrum sínum í gærkvöldi og ræddu þeir ástandið og mögulegar aðgerðir. Ekki var þó komist að niðurstöðu en fregnir hafa borist af því að Johnson stefni á að halda blaðamannafund á mánudaginn. Johnson tæki þó eingöngu ákvörðun fyrir England. Ráðamenn í Skotlandi og Wales taka ákvarðanir fyrir þau ríki. Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla kemur til greina að loka nánast öllu, nema mikilvægustu verslununum og menntastofnunum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira
Forsætisráðherra Breta er sagður íhuga mánaðarlangt útgöngubann í Englandi í þeirri von að geta slakað á aðgerðum fyrir jólahátíðina. Talið er að tilskipunin muni berast Bretum á mánudag um að halda sig heima, en skólastarf yrði undanþegið. Breska ríkisútvarpið segir frá því að dánartíðni í Englandi sé að stefna í að verða mun hærri en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins ef ekkert verður að gert. Fjöldi látinna á Bretlandseyjum gæti náð 4.000 á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó allra versta líkanið og flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið á hverjum degi. Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Englandi á undanförnu og er gífurlegt álag á sjúkrahúsum. Kórónuveiran er á fleygiferð víða um Evrópu sem hefur valdið því að Belgar, Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til hertra aðgerða. Samkvæmt frétt Sky News fundaði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, með helstu ráðherrum sínum í gærkvöldi og ræddu þeir ástandið og mögulegar aðgerðir. Ekki var þó komist að niðurstöðu en fregnir hafa borist af því að Johnson stefni á að halda blaðamannafund á mánudaginn. Johnson tæki þó eingöngu ákvörðun fyrir England. Ráðamenn í Skotlandi og Wales taka ákvarðanir fyrir þau ríki. Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla kemur til greina að loka nánast öllu, nema mikilvægustu verslununum og menntastofnunum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira
Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44
Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32