Erlent

Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir

Telma Tómasson skrifar
Boris Johsnon, forsætisráðherra Bretlands, sést hér í heimsókn á spítala í Reading í vikunni.
Boris Johsnon, forsætisráðherra Bretlands, sést hér í heimsókn á spítala í Reading í vikunni. Getty/Jeremy Selwyn

Þrýstingur eykst á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að herða aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar eftir að fregnir bárust um metfjölda dauðsfalla af völdum veirunnar.

367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna.

Aðgerðir í landinu hafa verið stigskiptar, þannig að þær sem eru mest hamlandi fyrir almenning og viðskiptalífið gilda eingöngu fyrir verst settu svæðin.

Nú virðist Johnson þurfa að taka ákvörðun um hvort hörðustu aðgerðirnar þurfi að gilda einnig fyrir landið allt.

Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar óttast að dagleg dauðsföll sem talin eru í hundruðum og rekja megi til faraldursins sé ástand sem kunni að vara í allt að þrjá mánuði.

Alls hafa um 59 þúsund manns látist í farsóttinni í Bretlandi, eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky News.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×