Erlent

Minnst 19 látin eftir skjálftann

Sylvía Hall skrifar
Björgunaraðilar leita í rústum eftir skjálftann í dag.
Björgunaraðilar leita í rústum eftir skjálftann í dag. AP/Emrah Gurel

Að minnsta kosti 19 eru látin og yfir sjö hundruð slösuð eftir jarðskjálfta nærri vesturströnd Tyrklands í dag. Skjálftinn var af stærðinni 7 samkvæmt mælingum og olli miklu tjóni í tyrknesku borginni Izmir.

Íbúi á svæðinu segir skjálftann hafa verið einstaklega óhugnanlegan, enda hafi hann staðið yfir í næstum hálfa mínútu. 

Reuters greinir frá því að fólk hafi hlaupið í óðagoti um götur borgarinnar eftir að skjálftinn reið yfir. Tugir bygginga hrundu í skjálftanum og hefur björgunarfólk unnið hörðum höndum að því að leita að fólki og bjarga því úr rústunum.

Mikið tjón hefur orðið í borginni í kjölfar skjálftans þar sem byggingar hrundu.AP/Emrah Gurel

Flóðbylgja varð í kjölfar skjálftans og flæddi inn í nokkur hverfi borgarinnar með tilheyrandi braki. Þá varð einnig tjón á grísku eyjunni Samos þar sem tvö létust, unglingsstúlka og unglingspiltur, og fundust þau nærri vegg sem hrundi.

Tjöld voru sett upp í Izmir þar sem hægt var að taka á móti tvö þúsund manns nærri svæðinu sem fór verst úr skjálftanum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×