„Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 30. október 2020 19:20 Þórir er hann var ráðinn til félagsins. HEIMASÍÐA ÞRÓTTAR Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. Stjórn KSÍ tilkynnti í dag að ekki yrðu Íslandsmótin kláruð og heldur ekki Mjólkurbikarinn. Þess í stað enda deildirnar eins og þær standa núna. Þróttur var í harðri fallbaráttu í Lengjudeild karla og þrátt fyrir að vera í 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gátu þær enn fallið er tvær umferðir voru eftir. „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir. Þetta er léttir fyrir alla að fá niðurstöðu í þetta,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. „Mér fannst röksemdir KSÍ sem komu fram í þessari frétt, mér fannst þær mjög góðar og halda vatni. Það er hundleiðinlegt að klára mótin svona en við verðum að horfa á það að samfélagið er í ákveðnu ástandi núna sem við verðum að sætta okkur við.“ Hann segir að í árferði eins og þessu, þá þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Hvort að blási hafi átt mótið af í síðasta stoppi vill Þórir sem minnst segja um en segir hins vegar að skoða þurfi allar þær ákvarðanir sem hingað til hafa verið teknar. „Ég held að það séu flestir sammála um að það vildu flestir spila mótið til enda. Hugsanlega hefði á einhverjum tímapunkti verið hægt gera eitthvað öðruvísi en við verðum að horfa á stöðuna eins og hún er í dag. Mér fannst stjórnin gera það og færði fyrir því mjög góð og haldbær rök hvernig þeir tóku þessa niðurstöðu. Við erum í erfiðum aðstæðum og þá þarftu að taka erfiðar ákvarðanir.“ „Það er ekkert við stjórn KSÍ að sakast eða einhvern einn aðila. Við þurfum að reyna að læra að þessu. Þetta eru aðstæður sem við höfum ekki kynnst áður og enginn hefur kynnst þeim áður. Við þurfum að fara yfir það í rólegheitum, öll hreyfingin hvernig og hvort hún hefði getað gert betur á einhverjum tímapunkti. Það eru vinklar sem við þurfum að skoða.“ En hvert er framhaldið hjá Þrótti? „Við þurfum að ná áttum. Ég er bæði að tala um karla- og kvennaliðið. Kvennaliðið var ekki í mikilli hættu þrátt fyrir að það hafi verið jöfn barátta. Við þurfum að gefa okkur smá tíma og skoða hvernig við getum endurskipulagt okkur og á hvaða leið við erum,“ sagði Þóri. Íslenski boltinn Lengjudeildin Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, er ánægður með að vera orðinn Íslandsmeistari að nýju þó markið hans – og liðsins – hefði verið að vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. Stjórn KSÍ tilkynnti í dag að ekki yrðu Íslandsmótin kláruð og heldur ekki Mjólkurbikarinn. Þess í stað enda deildirnar eins og þær standa núna. Þróttur var í harðri fallbaráttu í Lengjudeild karla og þrátt fyrir að vera í 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gátu þær enn fallið er tvær umferðir voru eftir. „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir. Þetta er léttir fyrir alla að fá niðurstöðu í þetta,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. „Mér fannst röksemdir KSÍ sem komu fram í þessari frétt, mér fannst þær mjög góðar og halda vatni. Það er hundleiðinlegt að klára mótin svona en við verðum að horfa á það að samfélagið er í ákveðnu ástandi núna sem við verðum að sætta okkur við.“ Hann segir að í árferði eins og þessu, þá þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Hvort að blási hafi átt mótið af í síðasta stoppi vill Þórir sem minnst segja um en segir hins vegar að skoða þurfi allar þær ákvarðanir sem hingað til hafa verið teknar. „Ég held að það séu flestir sammála um að það vildu flestir spila mótið til enda. Hugsanlega hefði á einhverjum tímapunkti verið hægt gera eitthvað öðruvísi en við verðum að horfa á stöðuna eins og hún er í dag. Mér fannst stjórnin gera það og færði fyrir því mjög góð og haldbær rök hvernig þeir tóku þessa niðurstöðu. Við erum í erfiðum aðstæðum og þá þarftu að taka erfiðar ákvarðanir.“ „Það er ekkert við stjórn KSÍ að sakast eða einhvern einn aðila. Við þurfum að reyna að læra að þessu. Þetta eru aðstæður sem við höfum ekki kynnst áður og enginn hefur kynnst þeim áður. Við þurfum að fara yfir það í rólegheitum, öll hreyfingin hvernig og hvort hún hefði getað gert betur á einhverjum tímapunkti. Það eru vinklar sem við þurfum að skoða.“ En hvert er framhaldið hjá Þrótti? „Við þurfum að ná áttum. Ég er bæði að tala um karla- og kvennaliðið. Kvennaliðið var ekki í mikilli hættu þrátt fyrir að það hafi verið jöfn barátta. Við þurfum að gefa okkur smá tíma og skoða hvernig við getum endurskipulagt okkur og á hvaða leið við erum,“ sagði Þóri.
Íslenski boltinn Lengjudeildin Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, er ánægður með að vera orðinn Íslandsmeistari að nýju þó markið hans – og liðsins – hefði verið að vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, er ánægður með að vera orðinn Íslandsmeistari að nýju þó markið hans – og liðsins – hefði verið að vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50