City með mikilvægan sigur á Sheffield

Leikmenn City fagna sigurmarkinu í dag.
Leikmenn City fagna sigurmarkinu í dag. getty/Tim Keeton

Manchester City nældi sér í dýrmæt þrjú stig í dag með sigri á Sheffield United. Lokatölur í Sheffield 1-0 fyrir City.

Kyle Walker skoraði eina mark leiksins fyrir City með góðu skoti á 28. mínútu, eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Manchester-liðið stjórnaði leiknum allan tímann en fleiri mörk voru ekki skoruð, lokatölur 1-0.

Manchester City hefur farið hægt af stað í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið en liðið er nú með þrjá sigra úr fyrstu sex leikjunum. Með sigrinum eru þeir komnir upp í sjöunda sæti deildarinnar með ellefu stig.

Sheffield er hinsvegar í bullandi vandræðum með aðeins eitt stig eftir sjö leiki og situr í næstneðsta sæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.