Íslenski boltinn

Elfar Árni framlengir við KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elfar Árni Aðalsteinsson fagnar marki fyrir KA síðasta sumar.
Elfar Árni Aðalsteinsson fagnar marki fyrir KA síðasta sumar. vísir/bára

Elfar Árni Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Elfar Árni sleit krossband í hné í vetur og hefur ekkert leikið með KA á þessu tímabili. Á því síðasta var hann í hópi markahæstu leikmanna Pepsi Max-deildar karla með þrettán mörk.

Húsvíkingurinn kom til KA frá Breiðabliki 2015. Hann er markahæsti leikmaður KA í efstu deild frá upphafi með 27 mörk.

Elfar Árni, sem er þrítugur, hefur alls leikið 113 leiki fyrir KA í deild og bikar og skorað 52 mörk.

KA er í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 21 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.