Enski boltinn

Aðgerð Van Dijk gekk vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir brotið en Virgil van Dijk spilar ekki meira á tímabilinu.
 Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir brotið en Virgil van Dijk spilar ekki meira á tímabilinu. Getty/Laurence Griffiths

Stuðningsmenn Liverpool geta að minnsta kosti glaðst yfir því í dag að aðgerð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk hafi gengið upp.

Virgil van Dijk er búinn að fara í aðgerð á hné og enski fjölmiðlar greina frá því að aðgerðin hafi gengið vel.

Virgil van Dijk sleit krossband eftir tæklingu frá markverðinum Jordan Pickford í Merseyside nágrannaslag Everton og Liverpool fyrir næstum því tveimur vikum síðan.

Virgil van Dijk hefur verið lykilmaður í meistaraliði Liverpool undanfarin ár og á mikinn þátt í titlum liðsins. Liðið saknar hans því mikið
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.