Íslenski boltinn

Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik í Pepsi Max-deild karla í sumar.
Úr leik í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/vilhelm

Hjörvar Hafliðason vill að Íslandsmótið í fótbolta verði flautað aftur á þrátt fyrir að yfirvofandi séu hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Hann vill sjá KSÍ taka skýrari afstöðu með fótboltanum í landinu.

„Það er algjör vitleysa yfir höfuð að vera að ræða þetta. Það var hér fagmaður úr læknasamfélaginu, Runólfur Pálsson, heiðursvísindamaður, sem fór yfir það að það væri óhætt að spila fótbolta. Hlustið á hann, ekki kommentakerfin, eru skýr skilaboð í Laugardalinn,“ sagði Hjörvar í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. 

„Þeir eru rosa smeykir við alla umræðu og þora ekki að taka slaginn. Núna er kominn tími til að taka slaginn með fótboltanum.“

Guðni verður að standa í lappirnar

Hjörvar vill að Guðni Bergsson standi við orð sín úr kosningunni til formanns KSÍ, að hann vilji gera allt fyrir fótboltann í landinu.

„Þessi þúsund samtöl sem maður átti við hann fyrir kjörið, það var alltaf fyrir fótboltann. Nú verður þessi maður að standa í lappirnar og vinna fyrir fótboltann. Og hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum. Ef hann [Guðni] klikkar á því og stendur ekki í lappirnar veit ég ekki hvað,“ sagði Hjörvar.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Hjörvar vill byrja aftur


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.