Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2020 08:59 Íbúar í Boston í biðröð fyrir utan kjörstað. Anik Rahman/Getty Images Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. Frá þessu greinir Reuters fréttaveitan og vitnar í gögn frá háskólanum í Florida. Þessi fjöldi gefur sterklega til kynna að kjörsókn í kosningunum verði sú mesta í rúmlega hundrað ár. Nú þegar hefur kjörsóknin náð 58 prósentum af heildarkjörsókn síðustu kosninga árið 2016 en fólk hefur nýtt sér póstatkvæði og utankjörfundaratkvæðagreiðslur í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Kórónuveiran hefur spilað þar stóra rullu en áhuginn á kosningunum virðist einnig mun meiri en áður. Demókratar taldir líklegri til að græða á aukinni þátttöku Talið er líklegt að demókratar muni græða meira á þessari miklu þátttöku en Donald Trump forseti hefur harðlega gagnrýnt póstatkvæðin og segir þau ávísun á stórfellt kosningasvindl. Sérfræðingar telja víst að þátttakan í heildina verði mun meiri en árið 2016 þegar 138 milljónir Bandaríkjamanna tóku þátt en þá höfðu aðeins 47 milljónir kosið fyrir sjálfan kjördaginn en nú stendur sú tala í 80 milljónum eins og áður sagði, og enn eru nokkrir dagar til kosninga. Í tölum frá tuttugu ríkjum, þar sem flokkshollusta kjósenda er gefin upp, sést að rúmlega átján milljónir demókrata hafa þegar kosið á móti rúmlega ellefu milljónum repúblikana og tæplega níu milljónum óflokksbundinna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. Frá þessu greinir Reuters fréttaveitan og vitnar í gögn frá háskólanum í Florida. Þessi fjöldi gefur sterklega til kynna að kjörsókn í kosningunum verði sú mesta í rúmlega hundrað ár. Nú þegar hefur kjörsóknin náð 58 prósentum af heildarkjörsókn síðustu kosninga árið 2016 en fólk hefur nýtt sér póstatkvæði og utankjörfundaratkvæðagreiðslur í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Kórónuveiran hefur spilað þar stóra rullu en áhuginn á kosningunum virðist einnig mun meiri en áður. Demókratar taldir líklegri til að græða á aukinni þátttöku Talið er líklegt að demókratar muni græða meira á þessari miklu þátttöku en Donald Trump forseti hefur harðlega gagnrýnt póstatkvæðin og segir þau ávísun á stórfellt kosningasvindl. Sérfræðingar telja víst að þátttakan í heildina verði mun meiri en árið 2016 þegar 138 milljónir Bandaríkjamanna tóku þátt en þá höfðu aðeins 47 milljónir kosið fyrir sjálfan kjördaginn en nú stendur sú tala í 80 milljónum eins og áður sagði, og enn eru nokkrir dagar til kosninga. Í tölum frá tuttugu ríkjum, þar sem flokkshollusta kjósenda er gefin upp, sést að rúmlega átján milljónir demókrata hafa þegar kosið á móti rúmlega ellefu milljónum repúblikana og tæplega níu milljónum óflokksbundinna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02