Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2020 08:59 Íbúar í Boston í biðröð fyrir utan kjörstað. Anik Rahman/Getty Images Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. Frá þessu greinir Reuters fréttaveitan og vitnar í gögn frá háskólanum í Florida. Þessi fjöldi gefur sterklega til kynna að kjörsókn í kosningunum verði sú mesta í rúmlega hundrað ár. Nú þegar hefur kjörsóknin náð 58 prósentum af heildarkjörsókn síðustu kosninga árið 2016 en fólk hefur nýtt sér póstatkvæði og utankjörfundaratkvæðagreiðslur í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Kórónuveiran hefur spilað þar stóra rullu en áhuginn á kosningunum virðist einnig mun meiri en áður. Demókratar taldir líklegri til að græða á aukinni þátttöku Talið er líklegt að demókratar muni græða meira á þessari miklu þátttöku en Donald Trump forseti hefur harðlega gagnrýnt póstatkvæðin og segir þau ávísun á stórfellt kosningasvindl. Sérfræðingar telja víst að þátttakan í heildina verði mun meiri en árið 2016 þegar 138 milljónir Bandaríkjamanna tóku þátt en þá höfðu aðeins 47 milljónir kosið fyrir sjálfan kjördaginn en nú stendur sú tala í 80 milljónum eins og áður sagði, og enn eru nokkrir dagar til kosninga. Í tölum frá tuttugu ríkjum, þar sem flokkshollusta kjósenda er gefin upp, sést að rúmlega átján milljónir demókrata hafa þegar kosið á móti rúmlega ellefu milljónum repúblikana og tæplega níu milljónum óflokksbundinna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. Frá þessu greinir Reuters fréttaveitan og vitnar í gögn frá háskólanum í Florida. Þessi fjöldi gefur sterklega til kynna að kjörsókn í kosningunum verði sú mesta í rúmlega hundrað ár. Nú þegar hefur kjörsóknin náð 58 prósentum af heildarkjörsókn síðustu kosninga árið 2016 en fólk hefur nýtt sér póstatkvæði og utankjörfundaratkvæðagreiðslur í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Kórónuveiran hefur spilað þar stóra rullu en áhuginn á kosningunum virðist einnig mun meiri en áður. Demókratar taldir líklegri til að græða á aukinni þátttöku Talið er líklegt að demókratar muni græða meira á þessari miklu þátttöku en Donald Trump forseti hefur harðlega gagnrýnt póstatkvæðin og segir þau ávísun á stórfellt kosningasvindl. Sérfræðingar telja víst að þátttakan í heildina verði mun meiri en árið 2016 þegar 138 milljónir Bandaríkjamanna tóku þátt en þá höfðu aðeins 47 milljónir kosið fyrir sjálfan kjördaginn en nú stendur sú tala í 80 milljónum eins og áður sagði, og enn eru nokkrir dagar til kosninga. Í tölum frá tuttugu ríkjum, þar sem flokkshollusta kjósenda er gefin upp, sést að rúmlega átján milljónir demókrata hafa þegar kosið á móti rúmlega ellefu milljónum repúblikana og tæplega níu milljónum óflokksbundinna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02