Dæmi um að fólk fái heimsóknir í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2020 14:38 Hlutfall smitaðra á landamærum hefur farið hækkandi undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti. Þá hefur ekki fengist nákvæmlega úr því skorið hvar Póllandsfarar, sem margir hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum síðustu vikur, hafa smitast. Fjöldi smitaðra á landamærum hefur tekið talsverðan kipp síðustu vikur, þó að þær tölur séu þó afar breytilegar milli daga. Í gær greindist til að mynda enginn smitaður á landamærum en daginn þar áður voru þeir um 20. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við fréttastofu í gær að vísbendingar væru nú um að smit á landamærum væri að berast inn í samfélagið. Vísir sendi almannavörnum fyrirspurn vegna málsins, þar sem spurt var að því hvernig landamærasmit hefðu borist inn í samfélagið upp á síðkastið. Þá var jafnframt spurt hvort fólk hefði e.t.v. ekki virt sóttkví við komu hingað til lands. Ekki allir sem fylgi „strangri sóttkví“ Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að fyrir liggi að fólk sem greinst hafi með veiruna í sýnatöku á landamærum hafi smitað aðra. Um afmörkuð tilvik sé þó að ræða og þá oftast í nærumhverfi viðkomandi. Þá virðist sem ekki alveg allir fari eftir „strangri sóttkví“. Það eigi bæði við um þá sem eru í sóttkví vegna komu til landsins og einnig þá sem eru í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti. Tómlegt hefur verið um að litast á Keflavíkurflugvelli síðan faraldurinn hófst. Langflestir sem greinst hafa með veiruna við komu til landsins síðustu daga hafa komið með flugi frá Póllandi.Vísir/Vilhelm „Til eru skýrar leiðbeiningar um hvað sóttkví felur í sér en dæmi eru um að fólk í sóttkví sé að fá heimsóknir til sín og jafnvel að fara út meðal fólks og þá með maska fyrir vitum sem er ekki samkvæmt leiðbeiningum,“ segir í svari Jóhanns. Smitrakning nær ekki út fyrir landamæri Talsvert margir hafa greinst með veiruna á landamærum síðustu daga og fyrir liggur að flestir þeirra koma með flugi frá Póllandi. Raunar er „langstærstur hluti“ landamærasmits síðustu daga rakinn til Póllands, að því er fram kemur í svari Jóhanns. Ekki hefur þó tekist að rekja smitið með óyggjandi hætti. Þórólfur segir að uppruni smitsins að utan sé ekki þekktur.Vísir/Vilhelm „Talvert smit er í Póllandi þessa dagana og mögulega er hlutfallslega mikið flug þaðan. Smitrakning hér á landi nær ekki út fyrir landamæri og því nákvæmur uppruni smits ekki þekktur.“ Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að til skoðunar væri að endurskoða fyrirkomulagið á landamærum. Nú getur fólk valið á milli þess að fara í tvöfalda skimun og tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þórólfur sagði að verið væri að kanna hvort afnema ætti þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. 26. október 2020 12:52 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti. Þá hefur ekki fengist nákvæmlega úr því skorið hvar Póllandsfarar, sem margir hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum síðustu vikur, hafa smitast. Fjöldi smitaðra á landamærum hefur tekið talsverðan kipp síðustu vikur, þó að þær tölur séu þó afar breytilegar milli daga. Í gær greindist til að mynda enginn smitaður á landamærum en daginn þar áður voru þeir um 20. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við fréttastofu í gær að vísbendingar væru nú um að smit á landamærum væri að berast inn í samfélagið. Vísir sendi almannavörnum fyrirspurn vegna málsins, þar sem spurt var að því hvernig landamærasmit hefðu borist inn í samfélagið upp á síðkastið. Þá var jafnframt spurt hvort fólk hefði e.t.v. ekki virt sóttkví við komu hingað til lands. Ekki allir sem fylgi „strangri sóttkví“ Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að fyrir liggi að fólk sem greinst hafi með veiruna í sýnatöku á landamærum hafi smitað aðra. Um afmörkuð tilvik sé þó að ræða og þá oftast í nærumhverfi viðkomandi. Þá virðist sem ekki alveg allir fari eftir „strangri sóttkví“. Það eigi bæði við um þá sem eru í sóttkví vegna komu til landsins og einnig þá sem eru í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti. Tómlegt hefur verið um að litast á Keflavíkurflugvelli síðan faraldurinn hófst. Langflestir sem greinst hafa með veiruna við komu til landsins síðustu daga hafa komið með flugi frá Póllandi.Vísir/Vilhelm „Til eru skýrar leiðbeiningar um hvað sóttkví felur í sér en dæmi eru um að fólk í sóttkví sé að fá heimsóknir til sín og jafnvel að fara út meðal fólks og þá með maska fyrir vitum sem er ekki samkvæmt leiðbeiningum,“ segir í svari Jóhanns. Smitrakning nær ekki út fyrir landamæri Talsvert margir hafa greinst með veiruna á landamærum síðustu daga og fyrir liggur að flestir þeirra koma með flugi frá Póllandi. Raunar er „langstærstur hluti“ landamærasmits síðustu daga rakinn til Póllands, að því er fram kemur í svari Jóhanns. Ekki hefur þó tekist að rekja smitið með óyggjandi hætti. Þórólfur segir að uppruni smitsins að utan sé ekki þekktur.Vísir/Vilhelm „Talvert smit er í Póllandi þessa dagana og mögulega er hlutfallslega mikið flug þaðan. Smitrakning hér á landi nær ekki út fyrir landamæri og því nákvæmur uppruni smits ekki þekktur.“ Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að til skoðunar væri að endurskoða fyrirkomulagið á landamærum. Nú getur fólk valið á milli þess að fara í tvöfalda skimun og tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þórólfur sagði að verið væri að kanna hvort afnema ætti þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. 26. október 2020 12:52 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. 26. október 2020 12:52
Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06
Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21
Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55