Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 12:06 Undanfarið hafa þrír stórir hópar sem voru að koma frá Póllandi greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Vísir/Vilhelm Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. Þetta er þriðji stóri hópurinn sem greinist með veiruna á landamærum síðustu daga eftir að hafa verið á ferðalagi um Pólland. Í síðustu viku greindist átján manna hópur með veiruna og voru þau öll með virkt smit. Síðastliðinn sunnudag greindust síðan um tuttugu manns á landamærunum sem einnig voru að koma frá Póllandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að undanfarið hefðu óvenjulega margir farþegar greinst á landamærunum. Aðallega væru þetta einstaklingar sem væru að koma frá Póllandi og fólkið væri að greinast með veiruna annað hvort í fyrri eða seinni skimun. Sagði Þórólfur þetta vafalaust endurspegla mikla fjölgun smitaðra í Póllandi auk þess sem þetta gæti bent til þess að á næstunni myndi mögulega sjást hærra hlutfall smitaðra á landamærunum en verið hefur. Faraldurinn væri enda á uppleið í Evrópu. Þórólfur var spurður að því hvort eitthvað eigi að bregðast við þessari fjölgun smitaðra á landamærunum. Hann benti á núverandi aðgerðir sem fela í sér að farþegi má velja á milli fjórtán daga sóttkvíar eða að fara í skimun við komuna til landsins, svo fimm daga sóttkví og svo aðra skimun. Að sögn Þórólf er til skoðunar hvort eitthvað eigi að breyta þessu vinnulagi, til dæmis hvort skylda eigi farþega frá ákveðnum löndum til að fara í skimun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Póllandsfararnir allir með virkt smit Ekkert þeirra átján sem kom með flugi hingað til lands í fyrradag eftir dvöl í Póllandi reyndist með mótefni gegn kórónuveirunni. 16. október 2020 10:29 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. Þetta er þriðji stóri hópurinn sem greinist með veiruna á landamærum síðustu daga eftir að hafa verið á ferðalagi um Pólland. Í síðustu viku greindist átján manna hópur með veiruna og voru þau öll með virkt smit. Síðastliðinn sunnudag greindust síðan um tuttugu manns á landamærunum sem einnig voru að koma frá Póllandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að undanfarið hefðu óvenjulega margir farþegar greinst á landamærunum. Aðallega væru þetta einstaklingar sem væru að koma frá Póllandi og fólkið væri að greinast með veiruna annað hvort í fyrri eða seinni skimun. Sagði Þórólfur þetta vafalaust endurspegla mikla fjölgun smitaðra í Póllandi auk þess sem þetta gæti bent til þess að á næstunni myndi mögulega sjást hærra hlutfall smitaðra á landamærunum en verið hefur. Faraldurinn væri enda á uppleið í Evrópu. Þórólfur var spurður að því hvort eitthvað eigi að bregðast við þessari fjölgun smitaðra á landamærunum. Hann benti á núverandi aðgerðir sem fela í sér að farþegi má velja á milli fjórtán daga sóttkvíar eða að fara í skimun við komuna til landsins, svo fimm daga sóttkví og svo aðra skimun. Að sögn Þórólf er til skoðunar hvort eitthvað eigi að breyta þessu vinnulagi, til dæmis hvort skylda eigi farþega frá ákveðnum löndum til að fara í skimun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Póllandsfararnir allir með virkt smit Ekkert þeirra átján sem kom með flugi hingað til lands í fyrradag eftir dvöl í Póllandi reyndist með mótefni gegn kórónuveirunni. 16. október 2020 10:29 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55
Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21
Póllandsfararnir allir með virkt smit Ekkert þeirra átján sem kom með flugi hingað til lands í fyrradag eftir dvöl í Póllandi reyndist með mótefni gegn kórónuveirunni. 16. október 2020 10:29