Komu til landsins í þremur flugvélum Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. október 2020 13:55 Fólkið kom til landsins með þremur flugvélum, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Ungverska flugfélagið WizzAir er eina félagið sem haldið hefur úti beinu flugi milli Póllands og Keflavíkurflugvallar síðustu daga. Vísir/vilhelm Þrjátíu og fimm manns sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi komu hingað til lands í þremur hópum. Smitrakning stendur enn yfir. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá almannavörnum við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá því í dag að um tuttugu hefðu greinst með veiruna á landamærum síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannvarna að fólkið hefði komið með flugi frá Póllandi en væri með íslenska kennitölu. Niðurstöðu mótefnamælingar er beðið til að fá úr því skorið hvort fólkið sé með virkt smit. Annar stór hópur Póllandsfara, sem er með lögheimili á Íslandi, greindist með veiruna í síðustu viku. Hópurinn taldi á annan tug og reyndist allur með virkt smit. Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu að fólkið sem greinst hefur með veiruna við landamærin síðustu daga hafi komið í þremur hópum frá Póllandi: sautján í fyrstu flugvélinni, sex í þeirri næstu og tólf í þeirri þriðju. Ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hversu margir komi til með að sæta sóttkví vegna þessa þar sem smitrakningu sé ekki lokið. „Þessi tilfelli sýna hversu mikilvæg landamæraskimun og sóttkví er þar sem smitin komast ekki óhindrað inn í landið.“ Ekki er ljóst með hvaða flugvélum hóparnir hafa komið til landsins. Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli 14. október, daginn áður en tilkynnt var um smitin; önnur frá Amsterdam á vegum Icelandair og hin frá London á vegum EasyJet. Hópurinn var ekki um borð í vél Icelandair, að sögn upplýsingafulltrúa félagsins, og þá hafði EasyJet ekki fengið veður af málinu, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn Vísis. Flugvél WizzAir frá pólsku höfuðborginni Varsjá lenti á Keflavíkurflugvelli seint að kvöldi 13. október. Þá lentu tvær flugvélar WizzAir á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 17. október; önnur frá Gdansk í Póllandi og hin frá Varsjá. Vísir hefur sent WizzAir fyrirspurn vegna málsins. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Sjá meira
Þrjátíu og fimm manns sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi komu hingað til lands í þremur hópum. Smitrakning stendur enn yfir. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá almannavörnum við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá því í dag að um tuttugu hefðu greinst með veiruna á landamærum síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannvarna að fólkið hefði komið með flugi frá Póllandi en væri með íslenska kennitölu. Niðurstöðu mótefnamælingar er beðið til að fá úr því skorið hvort fólkið sé með virkt smit. Annar stór hópur Póllandsfara, sem er með lögheimili á Íslandi, greindist með veiruna í síðustu viku. Hópurinn taldi á annan tug og reyndist allur með virkt smit. Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu að fólkið sem greinst hefur með veiruna við landamærin síðustu daga hafi komið í þremur hópum frá Póllandi: sautján í fyrstu flugvélinni, sex í þeirri næstu og tólf í þeirri þriðju. Ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hversu margir komi til með að sæta sóttkví vegna þessa þar sem smitrakningu sé ekki lokið. „Þessi tilfelli sýna hversu mikilvæg landamæraskimun og sóttkví er þar sem smitin komast ekki óhindrað inn í landið.“ Ekki er ljóst með hvaða flugvélum hóparnir hafa komið til landsins. Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli 14. október, daginn áður en tilkynnt var um smitin; önnur frá Amsterdam á vegum Icelandair og hin frá London á vegum EasyJet. Hópurinn var ekki um borð í vél Icelandair, að sögn upplýsingafulltrúa félagsins, og þá hafði EasyJet ekki fengið veður af málinu, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn Vísis. Flugvél WizzAir frá pólsku höfuðborginni Varsjá lenti á Keflavíkurflugvelli seint að kvöldi 13. október. Þá lentu tvær flugvélar WizzAir á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 17. október; önnur frá Gdansk í Póllandi og hin frá Varsjá. Vísir hefur sent WizzAir fyrirspurn vegna málsins.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Sjá meira
Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21
Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42