Innlent

Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. Vísir/Vilhelm

Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í morgun.

Alls greindust tuttugu og tveir á landamærum, sem er óvenjumikill fjöldi. Af þeim eru tuttugu með íslenska kennitölu. Þórólfur sagði að annars væri lítið vitað um málið en nú væri beðið staðfestingar á því hvort fólkið væri með virkt smit eða hefði smitast fyrir löngu síðan.

Samkvæmt tölum dagsins á Covid.is reyndust þrír með virkt smit á landamærum. Beðið er mótefnamælingar í 19 tilfellum.

Þetta er annar stóri hópurinn sem greinist með veiruna á landamærum eftir að hafa verið á ferðalagi um Pólland. Átján manna hópur greindist með veiruna í síðustu viku og reyndist allur hópurinn með virkt smit. Þórólfur kvaðst aðspurður ekki vita hvort hóparnir tveir tengdust. 


Tengdar fréttir

Póllandsfararnir allir með virkt smit

Ekkert þeirra átján sem kom með flugi hingað til lands í fyrradag eftir dvöl í Póllandi reyndist með mótefni gegn kórónuveirunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.