Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. október 2020 11:48 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærum fjölgi einnig. Hann segir fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á allra næstu dögum. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 62 voru í sóttkví eða 73 prósent, en 24 voru utan sóttkvíar. Þá liggja nú 58 á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Í gær voru 53 á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu. 21 greindist með veiruna á landamærum. Tíu voru með virkt smit, einn greindist í seinni landamæraskimun en mótefnamælingar er beðið í hinum tilvikunum tíu. Þá lést sjúklingur á níræðisaldri af völdum Covid-19 í gær en um er að ræða tólfta andlátið af völdum veirunnar á Íslandi. Margir nýsmitaðir tengjast Landakoti „Ég er ekki nógu ánægður með þessar tölur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu, inntur eftir viðbrögðum við smittölum dagsins. „Ef við skoðum þetta í samhengi við hvaða einstaklingar þetta eru sem eru að greinast þá eru það mjög margir sem tengjast Landakotshópsýkingunni en það eru líka margir utan þess hóps og þeim fer ekkert fækkandi. Og fjöldinn sem er utan sóttkvíar er ekkert að fara neitt verulega niður þannig að það er það sem ég hef áhyggjur af.“ Þórólfur segir að svo virðist sem veiran sé ekki að ganga niður. Þá hafi komið upp litlar hópsýkingar hér og þar, til dæmis í skólum. Staðan sé áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að Landspítalinn sé kominn að þolmörkum og farsóttarhúsið í Reykjavík líka. „Þá er þetta áhyggjuefni eins og þetta lítur út,“ segir Þórólfur. Þarf ekki mikið til að setja kerfið úr skorðum Þórólfur segir ekki mikið annað í stöðunni en að leggja til hertar aðgerðir. Verið er að fara yfir næstu skref með stjórnvöldum en hann gerir ráð fyrir að skila inn minnisblaði með tillögum sínum til heilbrigðisráðherra „alveg á næstunni“. „En ég held að það þurfi ekki stóra hópsýkingu til að setja hér kerfið verulega úr lagi. Og svo erum við líka að horfa upp á það að það eru að greinast fleiri á landamærunum til dæmis, þannig að við þurfum kannski aðeins að endurskoða það eins og ég hef komið að áður. Þannig að við þurfum að girða okkur betur í brók og hugsa þetta aðeins upp á nýtt,“ segir Þórólfur. Þá séu vísbendingar um að smit á landamærunum gætu verið að berast inn í samfélagið. Margir sem greindust með veiruna í gær tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Vísir/Vilhelm Þórólfur bendir á að talsvert íþyngjandi aðgerðir séu þegar í gildi – en einnig margar undanþágur. Spurningin sé hvort nú þurfi að herða aðgerðir frekar svo hægt verði að slaka á þeim aftur sem fyrst. „Við erum á brúninni með að missa þetta út úr höndum og líka að heilbrigðiskerfið er í verulegum vanda. Það er búið að fresta valkvæðum aðgerðum og þetta er farið að koma niður á annarri starfsemi í heilbrigðisþjónustunni. Við þurfum að taka þetta allt saman með í reikninginn.“ Þegar þú talar um að bæta kannski í sóttvarnaaðgerðir, hversu langt sérðu fyrir þér að ganga? Sérðu fyrir þér að ganga jafnlagt og var gengið í fyrstu bylgjunni, þegar skólahald var skert, leikskólahald og annað? „Það eru náttúrulega ekki margir möguleikar í stöðunni ef við ætlum að herða aðgerðir. Það er alveg ljóst,“ segir Þórólfur. Grundvallaratriðið sé að koma í veg fyrir hópamyndun og passa upp á fjarlægðarmörk og sóttvarnir. Þegar það sé haft í huga séu úrræðin ekki ýkja mörg. Of snemmt sé þó að segja til um það hvort næstu aðgerðir muni teygja sig inn í skólana. Þórólfur telur að verði gripið til harðra aðgerða komi árangur af þeim fram einhverjum vikum síðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Alls greindust 86 innanlands í gær Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 73 prósent þeirra voru í sóttkví. Alls eru 58 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. 28. október 2020 10:59 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38 Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærum fjölgi einnig. Hann segir fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á allra næstu dögum. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 62 voru í sóttkví eða 73 prósent, en 24 voru utan sóttkvíar. Þá liggja nú 58 á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Í gær voru 53 á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu. 21 greindist með veiruna á landamærum. Tíu voru með virkt smit, einn greindist í seinni landamæraskimun en mótefnamælingar er beðið í hinum tilvikunum tíu. Þá lést sjúklingur á níræðisaldri af völdum Covid-19 í gær en um er að ræða tólfta andlátið af völdum veirunnar á Íslandi. Margir nýsmitaðir tengjast Landakoti „Ég er ekki nógu ánægður með þessar tölur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu, inntur eftir viðbrögðum við smittölum dagsins. „Ef við skoðum þetta í samhengi við hvaða einstaklingar þetta eru sem eru að greinast þá eru það mjög margir sem tengjast Landakotshópsýkingunni en það eru líka margir utan þess hóps og þeim fer ekkert fækkandi. Og fjöldinn sem er utan sóttkvíar er ekkert að fara neitt verulega niður þannig að það er það sem ég hef áhyggjur af.“ Þórólfur segir að svo virðist sem veiran sé ekki að ganga niður. Þá hafi komið upp litlar hópsýkingar hér og þar, til dæmis í skólum. Staðan sé áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að Landspítalinn sé kominn að þolmörkum og farsóttarhúsið í Reykjavík líka. „Þá er þetta áhyggjuefni eins og þetta lítur út,“ segir Þórólfur. Þarf ekki mikið til að setja kerfið úr skorðum Þórólfur segir ekki mikið annað í stöðunni en að leggja til hertar aðgerðir. Verið er að fara yfir næstu skref með stjórnvöldum en hann gerir ráð fyrir að skila inn minnisblaði með tillögum sínum til heilbrigðisráðherra „alveg á næstunni“. „En ég held að það þurfi ekki stóra hópsýkingu til að setja hér kerfið verulega úr lagi. Og svo erum við líka að horfa upp á það að það eru að greinast fleiri á landamærunum til dæmis, þannig að við þurfum kannski aðeins að endurskoða það eins og ég hef komið að áður. Þannig að við þurfum að girða okkur betur í brók og hugsa þetta aðeins upp á nýtt,“ segir Þórólfur. Þá séu vísbendingar um að smit á landamærunum gætu verið að berast inn í samfélagið. Margir sem greindust með veiruna í gær tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Vísir/Vilhelm Þórólfur bendir á að talsvert íþyngjandi aðgerðir séu þegar í gildi – en einnig margar undanþágur. Spurningin sé hvort nú þurfi að herða aðgerðir frekar svo hægt verði að slaka á þeim aftur sem fyrst. „Við erum á brúninni með að missa þetta út úr höndum og líka að heilbrigðiskerfið er í verulegum vanda. Það er búið að fresta valkvæðum aðgerðum og þetta er farið að koma niður á annarri starfsemi í heilbrigðisþjónustunni. Við þurfum að taka þetta allt saman með í reikninginn.“ Þegar þú talar um að bæta kannski í sóttvarnaaðgerðir, hversu langt sérðu fyrir þér að ganga? Sérðu fyrir þér að ganga jafnlagt og var gengið í fyrstu bylgjunni, þegar skólahald var skert, leikskólahald og annað? „Það eru náttúrulega ekki margir möguleikar í stöðunni ef við ætlum að herða aðgerðir. Það er alveg ljóst,“ segir Þórólfur. Grundvallaratriðið sé að koma í veg fyrir hópamyndun og passa upp á fjarlægðarmörk og sóttvarnir. Þegar það sé haft í huga séu úrræðin ekki ýkja mörg. Of snemmt sé þó að segja til um það hvort næstu aðgerðir muni teygja sig inn í skólana. Þórólfur telur að verði gripið til harðra aðgerða komi árangur af þeim fram einhverjum vikum síðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Alls greindust 86 innanlands í gær Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 73 prósent þeirra voru í sóttkví. Alls eru 58 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. 28. október 2020 10:59 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38 Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Alls greindust 86 innanlands í gær Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 73 prósent þeirra voru í sóttkví. Alls eru 58 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. 28. október 2020 10:59
Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22
Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38
Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?