Erlent

Fellibylur skilur eftir sig slóð eyðileggingar í Víetnam

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjölda sjómanna er saknað eftir að fellibylurinn Molave skall á Víetnam. 
Fjölda sjómanna er saknað eftir að fellibylurinn Molave skall á Víetnam.  Tim Barker/Getty Images

Fellibylurinn Molave, sem er einn sá öflugasti sem gengið hefur yfir Víetnam í tvo áratugi hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í landinu. Þrjátíu og fimm eru látnir hið minnsta og tuga er enn saknað en veðrið er nú að ganga niður.

Óveðrið framkallaði aurskriður auk þess sem nokkrir fiskibátar urður fellibylnum að bráð. Tæpar tvær milljónir manna eru nú án rafmagns og björgunarstarf gengur örðuglega sökum skemmda á vegum. Mesta áherslan er nú lögð á björgunarstörf í þremur þorpum sem urðu sérstaklega illa úti í miðhluta landsins en óttast er að þar hafi fjörutíu manns grafist undir aurskriðum og nítján dauðsföll hafa þegar verið staðfest.

Þá fórust tólf sjómenn í gær þegar bátar þeirra sukku þegar Molave skall á ströndum landsins og fjórtán sjómanna er enn saknað. Stjórnvöld óttast að tala látinna eigi eftir að hækka til muna þar sem lítið samband hefur náðst við stór landsvæði eftir óveðrið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.