Íslenski boltinn

Leikmaður Þórs með kórónuveiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
1B5AE2C5A71C544DBD5106A883E8F8C9EBC560500A924A7AD5FC34FA2492A725_713x0
Vísir/Vilhelm

Leikmaður karlaliðs Þórs í fótbolta er með kórónuveiruna. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Leikmaðurinn fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi sem var tekið í gær.

Leikmenn og þjálfarar Þórs sem voru á æfingu á föstudaginn eru komnir í sóttkví.

Einnig greindist smit í herbúðum kvennaliðs Þórs/KA eins og frá var greint í gær.

Þór er í 5. sæti Lengjudeildar karla með 31 stig. Liðið á eftir að leika tvo leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.