Starfsfólk í sóttkví B á Landakoti byrjað að veikjast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. október 2020 13:01 Á Landakotsspítala koma aldraðir sem þurfa innlögn úr heimahúsi vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps, félagslegs vanda eða frá bráðadeildum LSH og þurfa mat, greiningu, hjúkrunar- og læknismeðferð og endurhæfingu eftir að bráðveikindum hefur verið bægt frá. Vísir/Vilhelm Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur kórónuveirusmit greinst á fjórum deildum Landakots frá því hópsmit kom upp þar í síðustu viku. Í mars á þessu ári kom upp smit á Landakoti þar sem sjúklingar og nokkrir starfsmenn reyndust smitaðir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var smitið aðeins bundið við eina deild spítalans og tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu þá. Á þeim tíma var bannað að fara milli sóttvarnahólfa á spítalanum og heimsóknabann ríkti. Í sumar var svo opnað fyrir heimsóknir aðstandenda og fékk hver sjúklingur að fá einn aðstandanda í heimsókn í klukkustunda á dag, gestum var gert skylt að nota grímu. Frá þeim tíma var næturvakt á spítalanum leyft að fara á milli tveggja deilda eða sóttvarnahólfa. Höfðu áhyggjur af heimsóknum Samkvæmt upplýsingum fréttastofu höfðu deildarstjórar á spítalanum áhyggjur af þessu þegar fleiri fóru að smitast í þriðju bylgju faraldursins og vildu loka fyrir heimsóknir aðstandenda. En þá var talið vega hærra að sjúklingarnir fengju að sjá aðstandendur sína. Á fimmtudag kom upp smit hjá sjúklingi og starfsmanni á Landakoti á nánast sama tíma. Í áframhaldinu var ákveðið að skima alla starfsmenn og sjúklinga á spítalanum og hópsmitið kom í ljós. Þá greindust smit hjá starfsfólki og sjúklingum á öðrum deildum spítalans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom þetta starfsfólki verulega á óvart sérstaklega vel hafi verið gætt að sóttvörnum. Hins vegar sé mikil nálægð milli starfsfólks og viðkvæmustu sjúklingana þannig að lítið þurfi út að bregða svo upp komi smit. Starfsfólk sem hefur unnið eftir hópsmitið byrjað að veikjast Heilbrigðisstarfsfólk á Landakoti sem fékk neikvætt úr skimun á föstudag fór í sóttkví B sem þýðir að það starfar áfram á spítalanum en er klætt öflugum hlífðarfatnaði og er með veirumaska. Nú hafa að minnsta kosti tíu starfsmenn úr þessum hópi smitast af veirunni. Alls hafa ríflega 90 manns sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn smitast af veirunnu í hópsýkingunni sem kom upp á fimmtudag. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kemur fram að spítalinn skoði hópsýkinguna með með smitrakningarteymi almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Hins vegar hefur ekki komið fram að spítalinn ætli í svokallaða rótargreiningu vegna hópsmitsins en það er gert á spítalanum þegar alvarleg atvik koma upp. Starfsmenn sem fréttastofa hefur verið í sambandi við í morgun telja hins vegar nauðsynlegt að læra af þessu atviki og fara í rótargreiningu eins og gert er þegar önnur alvarleg tilvik koma upp á spítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18 Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06 „Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur kórónuveirusmit greinst á fjórum deildum Landakots frá því hópsmit kom upp þar í síðustu viku. Í mars á þessu ári kom upp smit á Landakoti þar sem sjúklingar og nokkrir starfsmenn reyndust smitaðir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var smitið aðeins bundið við eina deild spítalans og tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu þá. Á þeim tíma var bannað að fara milli sóttvarnahólfa á spítalanum og heimsóknabann ríkti. Í sumar var svo opnað fyrir heimsóknir aðstandenda og fékk hver sjúklingur að fá einn aðstandanda í heimsókn í klukkustunda á dag, gestum var gert skylt að nota grímu. Frá þeim tíma var næturvakt á spítalanum leyft að fara á milli tveggja deilda eða sóttvarnahólfa. Höfðu áhyggjur af heimsóknum Samkvæmt upplýsingum fréttastofu höfðu deildarstjórar á spítalanum áhyggjur af þessu þegar fleiri fóru að smitast í þriðju bylgju faraldursins og vildu loka fyrir heimsóknir aðstandenda. En þá var talið vega hærra að sjúklingarnir fengju að sjá aðstandendur sína. Á fimmtudag kom upp smit hjá sjúklingi og starfsmanni á Landakoti á nánast sama tíma. Í áframhaldinu var ákveðið að skima alla starfsmenn og sjúklinga á spítalanum og hópsmitið kom í ljós. Þá greindust smit hjá starfsfólki og sjúklingum á öðrum deildum spítalans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom þetta starfsfólki verulega á óvart sérstaklega vel hafi verið gætt að sóttvörnum. Hins vegar sé mikil nálægð milli starfsfólks og viðkvæmustu sjúklingana þannig að lítið þurfi út að bregða svo upp komi smit. Starfsfólk sem hefur unnið eftir hópsmitið byrjað að veikjast Heilbrigðisstarfsfólk á Landakoti sem fékk neikvætt úr skimun á föstudag fór í sóttkví B sem þýðir að það starfar áfram á spítalanum en er klætt öflugum hlífðarfatnaði og er með veirumaska. Nú hafa að minnsta kosti tíu starfsmenn úr þessum hópi smitast af veirunni. Alls hafa ríflega 90 manns sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn smitast af veirunnu í hópsýkingunni sem kom upp á fimmtudag. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kemur fram að spítalinn skoði hópsýkinguna með með smitrakningarteymi almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Hins vegar hefur ekki komið fram að spítalinn ætli í svokallaða rótargreiningu vegna hópsmitsins en það er gert á spítalanum þegar alvarleg atvik koma upp. Starfsmenn sem fréttastofa hefur verið í sambandi við í morgun telja hins vegar nauðsynlegt að læra af þessu atviki og fara í rótargreiningu eins og gert er þegar önnur alvarleg tilvik koma upp á spítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18 Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06 „Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14
Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18
Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06
„Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54