„Atburðarásin bendir til að eitthvað hafi mátt betur fara“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2020 18:54 Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir og yfirmaður sýkingavarnadeilda Landspítalans stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/Ólafur Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. Nú hafa 86 manns smitast í hópsýkingunni á Landakoti þar af 52 sjúklingar og eru 42 af þeim á Landspítala og 34 starfsmenn þar af eru 25 starfsmenn Landspítalans. Landspítalinn og landlæknir sendu í dag frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að spítalinn skoðar hópsýkinguna með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Upplýsingamiðlun um þann lærdóm verði fumlaus þegar þar að kemur. Þá er bent á að að það þurfi að skapa mannauðnum þar nauðsynlegun vinnufrið og honum sé veitt sú virðing sem hann eigi skilið. Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir og yfirmaður sýkingavarnadeilda Landspítalans segir ítarlega rannsókn í gangi á hvað gerðist. Aðspurður um hvort sýkingavörnum á Landakoti hafi verið áfátt segir Ólafur: „Það er ekki augljóst að svo komnu máli en auðvitað bendir atburðarásin á að eitthvað hafi mátt betur fara já,“ segir Ólafur. Fram hefur komið að í upphafi hópsmitsins á Landakoti hafi bæði sjúklingur og heilbrigðisstarfsmaður þar greinst nánast samtímis með veiruna. Ólafur segir að oft sé ekki hægt að finna eina orsök á hópsmiti. „Það verður að segjast eins og er að það finnst ekki alltaf ein orsök fyrir hópsmiti. Þetta eru samskipti fjölda manns. Í fyrri uppákomum sem hafa orðið hér á spítalanum má segja að skýringarnar hafi verið alls konar,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18 Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. Nú hafa 86 manns smitast í hópsýkingunni á Landakoti þar af 52 sjúklingar og eru 42 af þeim á Landspítala og 34 starfsmenn þar af eru 25 starfsmenn Landspítalans. Landspítalinn og landlæknir sendu í dag frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að spítalinn skoðar hópsýkinguna með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Upplýsingamiðlun um þann lærdóm verði fumlaus þegar þar að kemur. Þá er bent á að að það þurfi að skapa mannauðnum þar nauðsynlegun vinnufrið og honum sé veitt sú virðing sem hann eigi skilið. Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir og yfirmaður sýkingavarnadeilda Landspítalans segir ítarlega rannsókn í gangi á hvað gerðist. Aðspurður um hvort sýkingavörnum á Landakoti hafi verið áfátt segir Ólafur: „Það er ekki augljóst að svo komnu máli en auðvitað bendir atburðarásin á að eitthvað hafi mátt betur fara já,“ segir Ólafur. Fram hefur komið að í upphafi hópsmitsins á Landakoti hafi bæði sjúklingur og heilbrigðisstarfsmaður þar greinst nánast samtímis með veiruna. Ólafur segir að oft sé ekki hægt að finna eina orsök á hópsmiti. „Það verður að segjast eins og er að það finnst ekki alltaf ein orsök fyrir hópsmiti. Þetta eru samskipti fjölda manns. Í fyrri uppákomum sem hafa orðið hér á spítalanum má segja að skýringarnar hafi verið alls konar,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18 Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14
Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18
Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06